Innlent

Íslendingur barinn til bana í Danmörku

Rúmlega fimmtugur Íslendingur lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn en hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum dögum áður. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Þar kemur fram að maðurinn hafi legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en hann hafi látist af sárum sínum eftir hádegi á föstudaginn.

Hinn látni hafði verið búsettur í nokkurn tíma en samkvæmt heimildum DV þekkti hann árásarmennina sem þegar hafa verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×