Innlent

Kafarar losuðu portúgalskan togara

Þetta er togarinn. Kafarar þurftu að skera veiðafæri úr skrúfu togarans.
Þetta er togarinn. Kafarar þurftu að skera veiðafæri úr skrúfu togarans.

Þremur köfurum frá varðskipi Landhelgisgæslunnar tókst í dag að skera veiðafæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra sem staddur er á Reykjaneshrygg eða um 240 sjómílur frá Reykjanesi.

Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í gærmorgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.

Tók um eina klukkustund að losa veiðarfærin úr skrúfunni en þrír kafarar unnu verkið. Aðstæður voru mjög erfiðar vegna sterkrar undiröldu en á svæðinu er vindátt vest-suðvestanstæð og 8-12 hnútar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×