Innlent

Deila um arf til Barnaspítalans

Barnaspítalinn. Lögmaður Hringsins segir málið aðeins snúast um hvernig lesa á úr erfðaskránni.
Barnaspítalinn. Lögmaður Hringsins segir málið aðeins snúast um hvernig lesa á úr erfðaskránni.
Barnaspítalasjóður Hringsins hefur stefnt Landspítalanum vegna ágreinings um arf. Upphaf málsins má rekja til þess að kona ánafnaði Barnaspítalanum eignir. Þegar skipta átti upp búinu samkvæmt erfðarskrá hennar kom hins vegar upp ágreiningur um hvort Barnaspítalasjóður Hringsins sem er í umsjá mannúðarfélags Hringsins ætti ráðstafa eigninni eða hvort því ætti að vera ráðstafað af Landspítalanum.

Lögmaður Hringsins segir málið aðeins snúast um hvernig lesa á úr erfðaskránni og vonast til að það takist að túlka það sem fyrst. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×