Innlent

Sjóðandi bræðsluvatn fellur niður í Markarfljót

Fyrir miðju myndarinnar má sjá reykinn koma niður gilið. Þá má einnig sjá rjúka upp úr Markarfljóti.
Fyrir miðju myndarinnar má sjá reykinn koma niður gilið. Þá má einnig sjá rjúka upp úr Markarfljóti.

Sjóðandi bræðsluvatn rennur niður meginbrattann við Gígjökul og fellur þar ofan í Markarfljótið en gera má ráð fyrir því að hraunrennslið sé þá komið að meginbrúninni.

Hægt er að skoða vefmyndavél Mílu og sjá reykinn leggja niður gilið og ofan í Markarfljót.

Hraunrennslið var síðast í dag komið langleiðina niður jökulinn eða um þrjá kílómetra. Þá átti það kílómeter eftir. Áætlað var að það tæki lengri tíma fyrir hraunið að falla niður Gígjökulinn.

Hægt er að skoða framgang bræðsluvatnsins á vef Mílu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×