Innlent

Reykskynjari bjargaði lífi þriggja á Hellissandi

Slökkviliðsmenn náðu fljótlega tökum á eldinum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn náðu fljótlega tökum á eldinum. Myndin er úr safni.

Þrír íbúar komust með naumindum út úr brennandi húsi á Hellissandi í nótt en það var reykskynjari á heimilinu sem vakti þau í tæka tíð. Eldurinn kom upp um þrjú leytið í nótt.

Eftir að íbúar hússins komust út úr logandi húsinu var kallað eftir slökkviliðinu sem kom stuttu síðar með allt sitt lið. Þá var eldurinn talsverður. Slökkviliðið náði fljótlega tökum á eldinum og slökkti hann nokkru síðar.

Að sögn Svans Tómassonar, slökkviliðsstjóra Snæfellsbæjar þá sluppu íbúarnir við reykeitrun. Því virðist reykskynjarinn hafa sýnt gildi sitt enn og einu sinni. Eignartjón var hinsvegar talsvert. Uppstök eldsins er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×