Innlent

Gluggar í Intrum einnig brotnir

Vargarnir brutu rúðurnar Laugavegsmegin.
Vargarnir brutu rúðurnar Laugavegsmegin.

Starfsmenn Intrum Justitia voru að líma yfir gluggana á höfuðstöðvum fyrirtækisins á Laugaveginum nú fyrir stundu en rúður þar virðast hafa verið brotnar.

Skemmdarvargar brutu einnig rúður í Landsbankanum en það voru slökkviliðsmenn sem veittu skemmdarvörgunum eftirför og náðu þeir þremur meintum rúðubrjótum.

Varðstjóri lögreglunnar gat lítið tjá sig um málið en staðfesti að lögreglan hefði handtekið einstaklinga vegna rúðubrotanna.

Hópurinn sem um ræðir var í kröfugöngunni sem gekk niður Laugaveginn í tilefni af verkalýðsdeginum.

Svo virðist sem skemmdarvargarnir hafi klofið sig úr hópnum og brotið rúðurnar. Ekki er vitað um hvaða hóp er að ræða eða hvaða skilaboðum þeir vilja koma til skila.


Tengdar fréttir

Brutu rúður í Landsbankanum í miðri kröfugöngu

Nokkrir einstaklingar voru handteknir eftir að þeir brutu rúður í Landsbankanum. Um er að ræða hóp sem gekk ásamt fjölmenni niður Laugaveginn í kröfugöngu um klukkan hálf tvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×