Innlent

Virkni gossins svipað og síðustu daga

Eyjafjallajökull er á svipuðu róli og síðustu átta daga.
Eyjafjallajökull er á svipuðu róli og síðustu átta daga. Mynd Stefán Karlsson

Ekkert bendir til gosloka. Virkni gossins er svipuð og síðustu átta daga. Hraun heldur áfram að skríða til norðurs og gígur hleðst upp í nyrðsta ískatlinum.

Hraunið rennur hægt frá gígnum og fer mesta orka þess í að bræða ís. Þrátt fyrir gjóskufall í nærsveitum, þá er kraftur gossins og gjóskuframleiðsla aðeins brot af því sem átti sér stað fyrstu daga gossins.

Í flugi TF SIF í gær sást gosmökkur í fjóra til rúmlega fimm kílómetra við Eyjafjallajökul. Merki um mökkinn greinast í 400 km fjarlægð frá gosstöðvunum á gervihnattamyndum en verðursjá í Keflavík greindi hann ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×