Fleiri fréttir

Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi.

Keppa ekki við erlend veiðihús

Ísland kemst ekki á blað í umfjöllun tímaritsins Forbes yfir álitlegustu áfangastaði stangveiðimanna í heiminum. Umfjöllunarefnið er veiðihúsin sem gist er í, að því er kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum

Ríkisstjórnin hefur ekki haft samráð við stjórnarandstöðuna um fyrirhugaðar breytingar á skipan stjórnarráðsins. Steypa á saman nokkrum ráðuneytum og færa til málaflokka.

Börnin vilja fleiri hoppukastala

Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna fimm sem keppa í borgar­stjórnarslagnum í sveitarstjórnarkosningum í enda þessa mánaðar komu í heimsókn í leikskólann Nóaborg í gær og svöruðu fyrirspurnum barnanna.

Útboðsviðmið breytast lítið

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi felldi tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði um verulega lækkun á þeim upphæðum sem miða skal við þegar ákveðið er hvort aðkeypt verkefni fyrir bæinn þurfi að fara í útboð. Samkvæmt eldri reglum þurfti að bjóða út kaup á þjónustu ef áætlaður kostnaður var yfir 15 milljónum króna.

Aukningin í takt við áætlanir

Reiknað er með því að starfsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem meðal annars framleiðir netleikinn EVE Online, verði í lok þessa árs rúmlega 620 talsins. Þetta kemur fram í auglýsingu sem fyrirtækið birti um helgina þar sem óskað var eftir 150 nýjum starfsmönnum.

Össur og Miliband skiptust á sms-skilaboðum

Þeir þrír kandídatar sem koma til greina sem forsætisráðherraefni Breta myndu allir reynast Íslendingum betur en Gordon Brown hefur gert, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Staðfestu gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Hreiðari og Magnúsi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Leiðrétting á frétt um fjármagnsflutninga

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur ákveðið að draga til baka fréttaflutning af meintum fjármagnsflutningum nafngreindra manna til skattaskjóla sem birt var í júlí 2009. Jafnframt eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þeim skaða sem fréttin hefur valdið.

Sjúkraflutningamenn hafa farið í 57 sjúkraflutninga

Slökkviliðið var kallað í húsnæði í Vindakór á sjötta tímanum í dag. Þar hafi stíflast klóakleiðsla með þeim afleiðingum að það lak af annarri hæð hússins niður á þá fyrstu og þurfti aðstoð slökkviliðsmanna til að hreinsa til.

Eyjafjallajökull: Héraðsráðunautar skoða öskufallssvæðið

Teymi héraðsráðunauta alls staðar að af landinu munu á morgun og miðvikudag fara á bæi á öskufallssvæðinu fyrir austan, ræða við bændur og meta með þeim aðstæður og þörf fyrir aðstoð vegna fóðuröflunar og beitar í vor og sumar.

Banaslys við Ingólfsfjall

Maðurinn sem skall utan í hamravegg í vesturhluta Ingólfsfjalls á svifflugvél á fjórða tímanum í dag lést í slysinu. Slysið varð á móts við Hvammsveg í Nýbýlahverfi nánar tiltekið á milli Arnarnípu og Hólsstaðagils.

Engar kosningar á Skagaströnd

Ljós er að ekki þarf að kjósa til sveitastjórnar á Skagaströnd þar sem einungis einn listi býður þar fram samkvæmt fréttavefnum Feykir.is.

Rífandi gangur í strandveiðum á Faxaflóa

Fyrsti dagur í strandveiðum er í dag og þó nokkrir bátar sem hafa haldið til veiða frá Reykjavík og Akranesi. Nokkrir bátar hafa skilað sér til hafnar með skammtinn sinn og herma aflatölur af Akranesi að aflabrögð séu góð.

World Class skaðabótaskylt

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að líkamsræktarstöðin World Class væri skaðabótaskyld til hálfs gagnvart konu sem klemmdist í vængjahurð stöðvarinnar í Laugum sem er við innganginn.

Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi

Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn.

Slökkti eld með ísmolum

Kona brenndist fyrsta og annars stigs bruna í andliti og á hendi þegar hún var að bæta etanóli á arinn á veitingastaðnum Riverside í Hótel Selfoss.

Dómsmálaráðherra: Ósamræmi milli dóma

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt lögmanni sem ekki fékk starf héraðsdómara sömu miskabætur og fjórum ungum stúlkum sem var nauðgað voru dæmdar samanlagt í bætur. Dómsmálaráðherra segir ósamræmi á milli dómanna.

„Þetta er í vinnuferli“

Ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna tókust á um fækkun ráðuneyta á fimm klukkustunda löngum fundi í gærkvöldi. Fækkunin er hitamál en engin ákvörðun var tekin á fundinum þrátt fyrir hreinskiptar umræður.

Ofsótti fyrrverandi eiginkonu vopnaður flökunarhnífi

Snemma á laugardagsmorgun fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um mann sem hafði reynt að brjótast inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar á Selfossi. Lögreglumenn fundu manninn skammt frá heimili konunnar.

Hæstiréttur tekur afstöðu til gæsluvarðhalds á næstu dögum

Hæstiréttur úrskurðar að öllum líkindum í dag eða á morgun í gæsluvarðhaldsmáli Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar en þeir kærðu gæsluvarðhaldið til réttarins síðastliðinn föstudag. Skýrslutökur sérstaks saksóknara vegna meintra lögbrota í Kaupþingi verður haldið áfram í dag.

Skjálftahrina undir Eyjafjallajökli

skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli um klukkan ellefu í morgun, en virðist vera að hjaðna á ný. Nokkrir skjálftar mældust rúmlega tveir á Richter.

Smábátar streymdu til strandveiða

Litlir fiskibátar streymdu í hundraða tali til svo nefndra strandveiða í nótt og í morgun og voru yfir 800 fiskiskip af öllum stærðum skráð á sjó við landið. Samanborið við 300 til 400 skip að meðaltali á dag allt árið.

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi dauður

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi kvaddi þennan heim um helgina eftir stutt veikindi. Hann var 12 ára gamall. Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum, að því er fram kemur á vefsíðu tollstjóra.

Eldgosið í Eyjafjallajökli - myndir

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á ferð undir Eyjafjöllum um helgina og myndaði það sem fyrir augun bar. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan. Í safninu má meðal annars smá sjá myndir af dýrum, mönnum, bílum og Eyjafjallajökli.

Nefbraut kærustuna og myndbirtir kynferðisbrotamenn

„Þetta eru allt myndir sem hafa verið birtar áður í fjölmiðlum og mennirnir hafa verið dæmdir,“ segir Skúli Steinn Vilbergsson, en hann heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann nafn- og myndbirtir barnaníðinga og nauðgara.

Ingibjörg Sólrún flaug með þotu Kristínar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, flaug í einkaþotu á vegum Kristínar Ólafsdóttur, eiginkonu Björgólfs Thors Björgólfssonar, milli Barbados og Jamaíka í mars 2008. „Mér fannst þetta ekki óeðlilegt þá og mér finnst það ekki óeðlilegt nú,“ segir Ingibjörg Sólrún í DV sem fjallar um málið í dag.

Flogið frá Keflavík og Reykjavík

Keflavíkurflugvöllur verður opnaður eftir rúma klukkustund og innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll hefst um og upp úr klukkan tíu, en völlurinn var lokaður í morgun vegna ösku í háloftunum. Fjöldi flugfarþega er á leið til Akureyrar og þangað eru einhverjar vélar komnar eða a leiðinni þangað. Ekki liggur fyrir hvort þeim verði snúið til Keflavíkur.

Reiknað með töluverðri umferð um Akureyri

Millilandaflugvélar komu og fóru frá Akureyrarflugvelli fram á nótt, en hlé varð undir morgun. Umferðin er aftur að fara í fullan gang og er reiknað með töluverðri umferð um völlinn í dag. Verulegt álag hefur verið á starfsliði vallarins og aukaliði frá Reykjavík og Keflavík, en engin alvarleg vandamál hafa komið upp, að sögn starfsmanna í morgun. Nánari upplýsingar um flugið er á heimasíðum flugfélaganna.

Verðmætum stolið úr gistiheimili

Brotist var inn í herbergi í gistiheimili í Reykjavík í nótt og þaðan stolið verðmætum frá erlendum ferðamanni sem ekki var í herberginu. Þjófurinn komst undan, meðal annars með farsíma og fartölvu.

Tóku ekki ákvörðun um fækkun ráðuneyta

Engin endanleg ákvörðun um breytingar á stjórnarráðinu og fækkun ráðuneyta, var tekin á tæplega fimm klukkustunda lögnum ríkisstjórnarfundi, sem hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan sex síðdegis og stóð til klukkan að verða ellefu í gærkvöldi.

Krókódíll át boltann

„Þegar ég kom að boltanum sá ég að hann hafði ekki lent í tjörninni eins og hélt. Hann hafði stoppað á hryggnum á krókódíl sem lá þarna í makindum sínum,“ segir Guðlaug K. Pálsdóttir, sem nýlega var við golfleik á Providence-golfvellinum í Flórída í Bandaríkjunum. „Ég fullyrði að krókódíllinn glotti í áttina til mín þegar hann tók boltann í kjaftinn og stakk sér í tjörnina.“

Kaupþingsstjórar yfirheyrðir um helgina

Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rústum

Matið lægst á Patreksfirði

Fasteignamat er lægst á Patreksfirði, samkvæmt samanburði Fasteignaskrár Íslands. Fasteignaskrá reiknaði út fasteignamat og fasteignagjöld á sams konar fasteign víðs vegar um landið að beiðni Byggðastofnunar.

Fjármál og velferð í forgrunni

Kosningabaráttan í Hafnarfirði mun að mestu snúast um fjármálin, að mati flestra heimildarmanna Fréttablaðsins. Þau munu verða Samfylkingunni, sem er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, skeinuhætt, en tromp hennar eru vinsældir Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra.

Rænulitir laxar eftir veturinn

Bræðurnir Viktor og Hannes Arnar gengu fram á níu dauða laxa í Elliðaánum í gær þar sem þeir voru á labbi með pabba sínum. Einn laxanna var lifandi þegar feðgana bar að en drapst fljótlega.

Áfram flogið um Akureyri

Flugsamgöngur víðs vegar um Evrópu komust í uppnám vegna eldgossins í Eyjafjallajökli um helgina. Flugvöllum var meðal annars lokað um tíma í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Írlandi í gær. Um 24.500 flug fóru um Evrópu í gær, en það er 500 færri flug en venja er. Þá urðu talsverðar seinkanir þar sem fljúga þurfti lengri leiðir til að forðast öskuský.

Umræður um bætt samfélag

Fátækt rædd á jafnræðisgrundvelli var yfirskrift fundar sem haldinn var á Grand Hóteli í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni af Evrópu­ári gegn fátækt og félagslegri einangrun, en þar var stefnt saman stjórnmálamönnum, fagfólki í félagsþjónustu og fólki sem upplifað hefur fátækt og félagslega einangrun sjálft.

Vaxtarsprotinn til Nox Medical

Fyrirtækið Nox Medical hlaut fyrir helgi Vaxtarsprotann. Hann er viðurkenning sem veitt er árlega á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknarmiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík til sprotafyrirtækja.

Afnám verðtryggingar ekki lausn á vanda skuldugra

Ólíklegt er að breytingar á fyrirkomulagi verðtryggingar gætu á þessu stigi mála leitt til snöggs viðsnúnings hjá einstaklingum í skuldavanda, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem nefnist „Verðtrygging á Íslandi: kostir og gallar“. Hverfi verðtryggingin hækka vextir á móti.

Sjá næstu 50 fréttir