Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta 11. maí 2010 06:30 Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkjum A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjarfulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju samanlagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánudaginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkjum A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjarfulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju samanlagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánudaginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira