Dómsmálaráðherra: Ósamræmi milli dóma 10. maí 2010 12:25 „Mér finnst ekki vera samræmi þarna á milli," segir Ragna. Mynd/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt lögmanni sem ekki fékk starf héraðsdómara sömu miskabætur og fjórum ungum stúlkum sem var nauðgað voru dæmdar samanlagt í bætur. Dómsmálaráðherra segir ósamræmi á milli dómanna. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en þar var Ívar Anton Jóhannsson sakfelldur fyrir að nauðga fjórum ungum stúlkum sem hann kynntist á Facebook. Stúlkunum voru dæmdar samtals 3,5 milljón króna í miskabætur. Sú sem talið var að alvarlegast hefði verið brotið gegn fékk 1.500 þúsund krónur, önnur fékk 800 þúsund og hinar tvær 600 þúsund hvor. Þetta er sama upphæð og Guðmundi Kristjánssyni hæstaréttarlögmanni voru dæmdar í héraðsdómi í lok apríl, en dómurinn taldi að gengið hefði verið framhjá honum við skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Þá var Þorsteinn Davíðsson skipaður dómari þrátt fyrir að Guðmundur hefði verið metinn tveimur hæfnisflokkum ofar. Í rökstuðningi héraðsdóms segir meðal annars að eðli málsins samkvæmt fylgi því álag að sækja um embætti héraðsdómara, leggja verk sín fyrir dómnefnd og fá álit hennar á lífsstarfi sínu. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segist ekki vilja horfa á miskabæturnar sem stúlkunum voru dæmdar og segja að það sé sama upphæð og í máli Guðmundar, því hver og ein stúlka hafi orðið fyrir misgjörð og hver og ein fái bætur. „Óneitanlega vakna upp hugrenningar um það við hvað miskabætur eru miðaðar og mér finnst vera full ástæða til skoða þetta," segir Ragna vísar til umræddra dóma. „Mér finnst ekki vera samræmi þarna á milli." Réttargæslumenn stúlknanna vildu ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Önnur þeirra benti þó á að ríkið tryggi einungis miskabætur sem þessar að hámarki 600 þúsund krónur og því sé ólíklegt, eins og staðan sé nú, að skjólstæðingur sinni fái fullar bætur, þar sem gerandinn sé ekki borgunarmaður fyrir þeim bótum sem hann var dæmdur til þess að greiða. Tekið skal fram að hvorugt málanna hefur farið fyrir Hæstarétt og er því einungis um úrskurð héraðsdóms að ræða. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt lögmanni sem ekki fékk starf héraðsdómara sömu miskabætur og fjórum ungum stúlkum sem var nauðgað voru dæmdar samanlagt í bætur. Dómsmálaráðherra segir ósamræmi á milli dómanna. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en þar var Ívar Anton Jóhannsson sakfelldur fyrir að nauðga fjórum ungum stúlkum sem hann kynntist á Facebook. Stúlkunum voru dæmdar samtals 3,5 milljón króna í miskabætur. Sú sem talið var að alvarlegast hefði verið brotið gegn fékk 1.500 þúsund krónur, önnur fékk 800 þúsund og hinar tvær 600 þúsund hvor. Þetta er sama upphæð og Guðmundi Kristjánssyni hæstaréttarlögmanni voru dæmdar í héraðsdómi í lok apríl, en dómurinn taldi að gengið hefði verið framhjá honum við skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Þá var Þorsteinn Davíðsson skipaður dómari þrátt fyrir að Guðmundur hefði verið metinn tveimur hæfnisflokkum ofar. Í rökstuðningi héraðsdóms segir meðal annars að eðli málsins samkvæmt fylgi því álag að sækja um embætti héraðsdómara, leggja verk sín fyrir dómnefnd og fá álit hennar á lífsstarfi sínu. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segist ekki vilja horfa á miskabæturnar sem stúlkunum voru dæmdar og segja að það sé sama upphæð og í máli Guðmundar, því hver og ein stúlka hafi orðið fyrir misgjörð og hver og ein fái bætur. „Óneitanlega vakna upp hugrenningar um það við hvað miskabætur eru miðaðar og mér finnst vera full ástæða til skoða þetta," segir Ragna vísar til umræddra dóma. „Mér finnst ekki vera samræmi þarna á milli." Réttargæslumenn stúlknanna vildu ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Önnur þeirra benti þó á að ríkið tryggi einungis miskabætur sem þessar að hámarki 600 þúsund krónur og því sé ólíklegt, eins og staðan sé nú, að skjólstæðingur sinni fái fullar bætur, þar sem gerandinn sé ekki borgunarmaður fyrir þeim bótum sem hann var dæmdur til þess að greiða. Tekið skal fram að hvorugt málanna hefur farið fyrir Hæstarétt og er því einungis um úrskurð héraðsdóms að ræða.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira