Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 06:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir (t.v.) segir að Jens Garðar Helgason (t.h.) hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjald vegna hagsmunaáreksturs. Vísir Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira