Kaupþingsstjórar yfirheyrðir um helgina 10. maí 2010 06:00 Yfirheyrslur stóðu yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni um helgina. Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rústum bankans ytra um mitt síðasta ár. Stjórn bankans sagði Magnúsi upp á föstudag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann og Hreiðar í gæsluvarðhald. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi hvorki segja til um gang yfirheyrslna né hvort aðrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við meinta markaðsmisnotkun stjórnenda Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Ólafur vildi ekki tjá sig um hvaða brot tvímenningarnir eru grunaðir. „Fyrst við erum með bankastjóra Kaupþings og bankastjóra bankans í Lúxemborg í haldi þá segir það sig sjálft að við fjöllum um samskipti þeirra,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að sérstakur saksóknari myndi nýta tímann sem þeir Hreiðar Már og Magnús sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem taldir eru tengjast meintum lögbrotum Kaupþings. Það eru taldir vera á þriðja tug manna. Þar á meðal eru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans. Sigurður er búsettur í London en Ingólfur og Steingrímur í Lúxemborg og hafa þar rekið ráðgjafarfyrirtækið Consolium með Hreiðari Má. Þeir munu allir hafa verið boðaðir í yfirheyrslur í vikunni. Þá mun sérstakur saksóknari hafa farið fram á við Sigurð að hann flýtti komu sinni hingað til lands en hann ekki sinnt því kalli. Fréttablaðið hefur ekki náð í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ólafur vildi ekkert segja til um það í gær hvort fyrrverandi bankastjórar og framkvæmdastjórar Landsbankans og Glitnis hafi verið boðaðir í skýrslutöku vegna mála sem tengjast aðdraganda bankahrunsins. jonab@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rústum bankans ytra um mitt síðasta ár. Stjórn bankans sagði Magnúsi upp á föstudag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann og Hreiðar í gæsluvarðhald. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi hvorki segja til um gang yfirheyrslna né hvort aðrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við meinta markaðsmisnotkun stjórnenda Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Ólafur vildi ekki tjá sig um hvaða brot tvímenningarnir eru grunaðir. „Fyrst við erum með bankastjóra Kaupþings og bankastjóra bankans í Lúxemborg í haldi þá segir það sig sjálft að við fjöllum um samskipti þeirra,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að sérstakur saksóknari myndi nýta tímann sem þeir Hreiðar Már og Magnús sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem taldir eru tengjast meintum lögbrotum Kaupþings. Það eru taldir vera á þriðja tug manna. Þar á meðal eru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans. Sigurður er búsettur í London en Ingólfur og Steingrímur í Lúxemborg og hafa þar rekið ráðgjafarfyrirtækið Consolium með Hreiðari Má. Þeir munu allir hafa verið boðaðir í yfirheyrslur í vikunni. Þá mun sérstakur saksóknari hafa farið fram á við Sigurð að hann flýtti komu sinni hingað til lands en hann ekki sinnt því kalli. Fréttablaðið hefur ekki náð í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ólafur vildi ekkert segja til um það í gær hvort fyrrverandi bankastjórar og framkvæmdastjórar Landsbankans og Glitnis hafi verið boðaðir í skýrslutöku vegna mála sem tengjast aðdraganda bankahrunsins. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira