Innlent

Útboðsviðmið breytast lítið

Ómar Stefánsson
Formaður bæjaráðs í Kópavogi.
Ómar Stefánsson Formaður bæjaráðs í Kópavogi.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi felldi tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði um verulega lækkun á þeim upphæðum sem miða skal við þegar ákveðið er hvort aðkeypt verkefni fyrir bæinn þurfi að fara í útboð. Samkvæmt eldri reglum þurfti að bjóða út kaup á þjónustu ef áætlaður kostnaður var yfir 15 milljónum króna.

Samfylkingin vildi lækka þessa fjárhæð í 5 milljónir en meirihlutinn ákvað að breyta tölunni í 14 milljónir. Þá lagði Samfylkingin til að viðmiðunartalan fyrir kaup á vörum yrði 2,5 milljónir í stað 10 milljóna og að miðað yrði við 10 milljónir í stað 20 milljóna vegna verklegra framkvæmda. Engar breytingar voru gerðar á þessum þáttum. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×