Innlent

Matið lægst á Patreksfirði

Fasteignamatið er lægst á Patreksfirði samkvæmt útreikningum Fasteignaskrár Íslands. 
fréttablaðið/vilhelm
Fasteignamatið er lægst á Patreksfirði samkvæmt útreikningum Fasteignaskrár Íslands. fréttablaðið/vilhelm
Fasteignamat er lægst á Patreksfirði, samkvæmt samanburði Fasteignaskrár Íslands. Fasteignaskrá reiknaði út fasteignamat og fasteignagjöld á sams konar fasteign víðs vegar um landið að beiðni Byggðastofnunar.

Skoðað var fasteignamat á rúmlega 160 fermetra og 350 rúmmetra stórum einbýlishúsum. Fasteignamatið var hæst á höfuðborgarsvæðinu, 34,2 milljónir að meðaltali. Utan höfuðborgarsvæðisins var matið hæst í Keflavík, 25,8 milljónir, og á Akureyri, þar sem það var 25,6 milljónir. Fasteignamatið á Patreksfirði var 7,9 milljónir. Næstlægst var fasteignamatið í Bolungarvík þar sem það var 8,8 milljónir króna.

Fasteignagjöldin voru hæst á Selfossi, 258 þúsund krónur. Gjöldin sem tekin voru með í reikninginn voru fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald og voru álagningarreglur í hverju sveitarfélagi notaðar. Lægst voru fasteignagjöldin á Hólmavík, þar sem þau voru 122 þúsund krónur. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×