Fjármál og velferð í forgrunni 10. maí 2010 05:00 Líkt og víða annars staðar er áhugi fyrir kosningum óvenju lítill í Hafnarfirði. Skuldastaða bæjarins mun verða fyrirferðarmikil í kosningarbaráttunni, en Samfylkingin mun benda á velferð sem hún hefur staðið vörð um. fréttablaðið/daníel Kosningabaráttan í Hafnarfirði mun að mestu snúast um fjármálin, að mati flestra heimildarmanna Fréttablaðsins. Þau munu verða Samfylkingunni, sem er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, skeinuhætt, en tromp hennar eru vinsældir Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Fyrri umræða um ársreikning fór fram í síðustu viku. Þar kom fram að skuldir og skuldbindingar bæjarfélagsins nema 41,7 milljörðum króna. Það er meira en gert var ráð fyrir í áætlunum og nemur um 1,6 milljón á hvern bæjarbúa. Litlaus umræðaFjármál eru flókið fyrirbæri og þau má túlka á ýmsan hátt. Það þekkja þeir sem fylgst hafa með meiri- og minnihluta rökræða um ársreikninga. Er verið að tala um A-hluta, B-hluta eða samstæðuna, eru eignir á móti, eru skuldbindingar utan efnahags óeðlilega miklar, eða er um fjárfestingu til framtíðar að ræða. Þetta getur hver túlkað á sinn hátt og óhætt er að segja að umræðan verður nokkuð litlaus. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að stjórnmálamenn eigi erfitt með að ná til kjósenda með umræðu um fjármál. „Það er nú ekki mál sem er þess eðlis að það muni örva kosningaþátttöku. Það er með leiðinlegri og staglkenndari umræðum sem þú getur lent í. Menn fara að deila um bókhald, sem er örugg leið til að slökkva á áhorfendum, en það er hins vegar alvörumál,“ segir Gunnar og vísar til slæmrar stöðu margra sveitarfélaga, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Samfylkingin mun draga eins og hún getur úr mikilvægi fjármálaumræðunnar og beina þess í stað sjónum kjósenda að velferðarmálum. Þá mun flokkurinn vekja athygli á þeim fjölda atvinnulóða sem eru tilbúnar í sveitarfélaginu. Dauft yfir baráttunniHafnarfjörður er sama marki brenndur og önnur sveitarfélög að því leyti að lítil umræða er farin af stað um kosningarnar. Viðmælendur blaðsins eru þó á því að nú sé umræðan að glæðast, greinar frambjóðenda fylli nú bæjarblöðin og áhuginn sé að vakna. Það er þó mun síðar en í eðlilegu árferði og nefna menn frambjóðendabækling Samfylkingarinnar því til sönnunar. Venjan er að bera hann í hvert hús 2. maí, en bæklingurinn er ekki tilbúinn þetta árið. Fráleitt einskorðast þetta þó við Samfylkinguna, lítill gangur er kominn í baráttuna hjá öllum flokkum. Horfna máliðMöguleg stækkun álversins í Straumsvík er mál sem hefur verið ofarlega á baugi í sveitarfélaginu lengi og skipt mönnum í tvö horn. Stækkunin var felld í kosningu árið 2007, en nú hefur nægilega mörgum undirskriftum verið safnað til að kosið verði á ný. Um tíma leit út fyrir að stækkunin yrði aðalkosningamálið og jafnvel var rætt um framboð sem hefði það markmið eitt að berjast gegn stækkuninni. Það hefur heldur en ekki breyst. Heimildarmenn blaðsins telja að fyrst og fremst valdi því tregða fyrirtækisins að lofa því að farið verði í stækkun. Forsvarsmenn hafa sagt að það sé ekki öruggt, þrátt fyrir að stækkunin verði samþykkt. Málið sé því í hálfgerðri pattstöðu og verði varla kosningamál í vor. Nú er verið að vinna að breytingum á tækjabúnaði álversins sem gerir það að verkum að hægt er að nýta betur þá orku sem það fær. Þannig hefur tekist að auka framleiðslugetuna og það og almenn óvissa í fjárfestingaumhverfi gerir það að verkum að óvíst er hve mikill vilji er til stækkunar. Kosningasigur síðastSamfylkingin vann mikinn kosningasigur í Hafnarfirði í síðustu kosningum, raunar svo mikinn að rætt er um hann sem stærsta sigur jafnaðarmanna á Íslandi frá því á þriðja áratugnum. Flokkurinn er með sjö bæjarfulltrúa af ellefu og því einráður um stjórn bæjarins. Bærinn hefur verið eitt sterkasta vígi jafnaðarmanna í gegnum árin. Trauðla mun flokkurinn endurtaka leikinn nú og heimildarmenn blaðsins eru sammála um að kosningarnar snúist í raun um hve miklu flokkurinn mun tapa, hvort það verði einn eða tveir bæjarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrjá bæjarfulltrúa nú og stefnir að því að fjölga þeim. Heimildarmenn blaðsins telja líklegt að svo verði; vart muni Samfylkingin endurtaka leikinn í þessum kosningum. Þriðji flokkurinn í bæjarstjórn er Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Hún þykir vera á nokkurri siglingu og stefnir ótrauð á að vinna annan mann í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn á ekki fulltrúa í bæjarstjórn, en flokkurinn hefur oft og tíðum átt erfitt uppdráttar í Hafnarfirði. Það yrði sigur fyrir hann að ná manni inn. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Kosningabaráttan í Hafnarfirði mun að mestu snúast um fjármálin, að mati flestra heimildarmanna Fréttablaðsins. Þau munu verða Samfylkingunni, sem er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, skeinuhætt, en tromp hennar eru vinsældir Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Fyrri umræða um ársreikning fór fram í síðustu viku. Þar kom fram að skuldir og skuldbindingar bæjarfélagsins nema 41,7 milljörðum króna. Það er meira en gert var ráð fyrir í áætlunum og nemur um 1,6 milljón á hvern bæjarbúa. Litlaus umræðaFjármál eru flókið fyrirbæri og þau má túlka á ýmsan hátt. Það þekkja þeir sem fylgst hafa með meiri- og minnihluta rökræða um ársreikninga. Er verið að tala um A-hluta, B-hluta eða samstæðuna, eru eignir á móti, eru skuldbindingar utan efnahags óeðlilega miklar, eða er um fjárfestingu til framtíðar að ræða. Þetta getur hver túlkað á sinn hátt og óhætt er að segja að umræðan verður nokkuð litlaus. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að stjórnmálamenn eigi erfitt með að ná til kjósenda með umræðu um fjármál. „Það er nú ekki mál sem er þess eðlis að það muni örva kosningaþátttöku. Það er með leiðinlegri og staglkenndari umræðum sem þú getur lent í. Menn fara að deila um bókhald, sem er örugg leið til að slökkva á áhorfendum, en það er hins vegar alvörumál,“ segir Gunnar og vísar til slæmrar stöðu margra sveitarfélaga, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Samfylkingin mun draga eins og hún getur úr mikilvægi fjármálaumræðunnar og beina þess í stað sjónum kjósenda að velferðarmálum. Þá mun flokkurinn vekja athygli á þeim fjölda atvinnulóða sem eru tilbúnar í sveitarfélaginu. Dauft yfir baráttunniHafnarfjörður er sama marki brenndur og önnur sveitarfélög að því leyti að lítil umræða er farin af stað um kosningarnar. Viðmælendur blaðsins eru þó á því að nú sé umræðan að glæðast, greinar frambjóðenda fylli nú bæjarblöðin og áhuginn sé að vakna. Það er þó mun síðar en í eðlilegu árferði og nefna menn frambjóðendabækling Samfylkingarinnar því til sönnunar. Venjan er að bera hann í hvert hús 2. maí, en bæklingurinn er ekki tilbúinn þetta árið. Fráleitt einskorðast þetta þó við Samfylkinguna, lítill gangur er kominn í baráttuna hjá öllum flokkum. Horfna máliðMöguleg stækkun álversins í Straumsvík er mál sem hefur verið ofarlega á baugi í sveitarfélaginu lengi og skipt mönnum í tvö horn. Stækkunin var felld í kosningu árið 2007, en nú hefur nægilega mörgum undirskriftum verið safnað til að kosið verði á ný. Um tíma leit út fyrir að stækkunin yrði aðalkosningamálið og jafnvel var rætt um framboð sem hefði það markmið eitt að berjast gegn stækkuninni. Það hefur heldur en ekki breyst. Heimildarmenn blaðsins telja að fyrst og fremst valdi því tregða fyrirtækisins að lofa því að farið verði í stækkun. Forsvarsmenn hafa sagt að það sé ekki öruggt, þrátt fyrir að stækkunin verði samþykkt. Málið sé því í hálfgerðri pattstöðu og verði varla kosningamál í vor. Nú er verið að vinna að breytingum á tækjabúnaði álversins sem gerir það að verkum að hægt er að nýta betur þá orku sem það fær. Þannig hefur tekist að auka framleiðslugetuna og það og almenn óvissa í fjárfestingaumhverfi gerir það að verkum að óvíst er hve mikill vilji er til stækkunar. Kosningasigur síðastSamfylkingin vann mikinn kosningasigur í Hafnarfirði í síðustu kosningum, raunar svo mikinn að rætt er um hann sem stærsta sigur jafnaðarmanna á Íslandi frá því á þriðja áratugnum. Flokkurinn er með sjö bæjarfulltrúa af ellefu og því einráður um stjórn bæjarins. Bærinn hefur verið eitt sterkasta vígi jafnaðarmanna í gegnum árin. Trauðla mun flokkurinn endurtaka leikinn nú og heimildarmenn blaðsins eru sammála um að kosningarnar snúist í raun um hve miklu flokkurinn mun tapa, hvort það verði einn eða tveir bæjarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrjá bæjarfulltrúa nú og stefnir að því að fjölga þeim. Heimildarmenn blaðsins telja líklegt að svo verði; vart muni Samfylkingin endurtaka leikinn í þessum kosningum. Þriðji flokkurinn í bæjarstjórn er Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Hún þykir vera á nokkurri siglingu og stefnir ótrauð á að vinna annan mann í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn á ekki fulltrúa í bæjarstjórn, en flokkurinn hefur oft og tíðum átt erfitt uppdráttar í Hafnarfirði. Það yrði sigur fyrir hann að ná manni inn.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira