Fleiri fréttir

Kosningar 2010: VG með félagslegt réttlæti að leiðarljósi

Vinstri grænir í Reykjavík, undir forystu Sóleyjar Tómasdóttur, kynntu stefnumál sín síðdegis í dag. Sóley sagði kosningarnar snúast um hugmyndafræði en Vinstri grænir hefðu félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Flokkurinn boðaði fleiri úrræði í húsnæðismálum með leigu- og kaupleigumarkaði, fjölbreyttari atvinnusköpun á vegum borgarinnar, strætó sem grunnþjónustu og sorpflokkun við heimili fólks.

Fundað gegn fátækt

Í dag var haldinn fundur á Grand Hótel þar sem fólk úr ýmsum hópum samfélagsins ræddi um fátækt og félagslega einangrun og hvaða leiðir séu færar til að vinna gegn slíkri stöðu. Fundurinn, sem var með þjóðfundarsniði, var haldinn í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun og er skipulagður af stýrihópi á vegum félags- og tryggingamála-ráðuneytisins.

Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun

Vélar Iceland Express til London, Kaupmannahafnar og Berlínar fara frá Akureyrarflugvelli á morgun sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Vélarnar til London og Kaupmannahafnar fara um og eftir hádegi, en sú til Berlínar annað kvöld. Sætaferðir verða frá BSÍ norður í land.

Hjálmar: Engin slagsíða gegn konum í BÍ

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands gerir athugasemdir við ályktun Félags fjölmiðlakvenna sem sagt var frá hér á Vísi í gær. Í ályktuninni sagði að konur væru í minnihluta í stjórnum og nefndum Blaðamannafélagsins.

Eyjafjallajökull: Framleiðsla gosefna fer hægt dvínandi

Framleiðsla gosefna virðist hafa farið hægt dvínandi í eldgosinu í Eyjafjallajökli ef mið er tekið af síðustu sjö dögum. Gosvirknin hefur þó gengið í bylgjum og búast jarðfræðingar á Veðurstofu Íslands við því að þær sveiflur haldi áfram. Ekkert bendir þó til þess að gosinu sé að ljúka að því er fram kemur í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Landstjórinn tók rútuna norður

Það vakti athygli farþega sem þurftu að taka rútuna norður til Akureyrar í nótt að Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á meðal farþega. Franek, sem af gárungum hefur stundum verið kallaður Landstjóri Íslands, hefur því gert sér að góðu sama ferðamáta og „þegnar“ hans.

Ríkisstjórn líklega kölluð á fund í dag

Búist er við að ríkisstjórnin verði kölluð saman til aukafundar síðar í dag eða í kvöld þar sem lagðar verði meginlínur um ríkisfjármál og fækkun ráðuneyta.

Eyjafjallajökull: Drunurnar heyrast í Dölunum

Drunurnar úr Eyjafjallajökli hafa heyrst víða um land í dag. Fólk í Dölunum segist heyra drunur og sprengingar mjög greinilega og þá hafa lætin í gosinu heyrst vel til Vestmannaeyja.

Manndráp: Hinn grunaði í gæsluvarðhald

Maðurinn sem Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær vegna rannsóknar á ætluðu manndrápi í Reykjanesbæ var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 10 í morgun. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi til mánudagsins 17. maí hið minnsta.

Truflanir á útsendingu Bylgjunnar á Suðurlandi

Truflanir eru á útsendingum Bylgjunnar á hluta Suðurlands. Sendir í Vestmannaeyjum var uppfærður í nótt og er bilunin rakin til þess. Unnið er að viðgerð og ætti útsendingin að komast í samt lag á næsta klukkutímanum.

Fundað um fátækt á Grand Hótel

Fundur um fátækt er að hefjast nú klukkan tíu á Grand Hótel Reykjavík og verður haldinn með þjóðfundarsniði. Fundurinn er á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og er haldinn í tilefni af Evrópuári gegn fátækt. Áformað er að hann standi til klukkan fjögur í dag.

Yfirheyrslum haldið áfram í dag

Yfirheyrslur vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings munu halda áfram í dag, en stíft er unnið að rannsókn málsins hjá embættinu um helgina.

Eyjafjallajökull: Enn gýs af krafti

Ennn gýs af krafti úr Eyjafjallajökli. Gosórói mælist svipaður og undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, en skjálftavirkni er ekki mikil. Gosmökkinn leggur undan hægri norðvestanátt til suðausturs, eins og undanfarna daga, í átt að Skógum og Mýrdal.

Eyjafjallajökull: Millilandaflug um Akureyri - háloftaumferð yfir Skagafirði

Allt millilandaflug fer um Akureyrarflugvöll í dag þar sem Keflavíkurflugvöllur er enn lokaður vegna ösku. Fimm vélar fara með farþega Icelandair til Glasgow í dag þaðan sem þeir verða ferjaðir áfram. Fyrsta Glasgow flugið frá Akureyri er þegar farið. IcelandExpress flýgur einnig í dag frá Akureyri bæði til London og Kaupmannahafnar.

Aldrei eins mikil umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu

Mikill straumur flugvéla hefur verið inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í dag og síðustu nótt, búist er við áframhaldandi mikilli umferð í nótt og á morgun. „Vegna umferðarinnar sem er í meira lagi óvenuleg vegna umfangs og flækjustigs hefur mönnun á flugumferðarstjórum tvöfaldast í dag og voru tuttugu og tveir á vaktinni í þegar mest var að gera,“ segir í tilkynningu frá Isavia (áður Flugstoðir).

Bumbur barðar á Austurvelli

Í dag var Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta haldinn hátíðlegur um allan heim. Í fyrra tóku um 8 milljónir manna þátt og létu Íslendingar að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og í ár var gert enn betur. Markmiðið er að berjast gegn fátækt, ósanngirni og barnaþrælkun, félagafrelsi og lýðræði og styðja lífræna ræktun með jákvæðum aðferðum. Fairtrade samtökin stuðla að réttæti og sanngirni í viskiptaháttum við þriðja heiminn og er Fairtrade vottunin trygging fyrir því að bændurnir sem framleiddu vöruna hafi fengið lágmarksverð sem dugir þeim til að lifa af.

Heitavatnslaust í Reykárhverfi

Í kjölfar rafmagnsbilunar í gærkveldi bilaði hraðastýring á dælu sem þjónar Reykárhverfi sem ollu truflunum í rekstri dreifikerfis á svæðinu. Í dag varð síðan bilun í stofnæð sem veldur því að heitavatnslaust er í Reykárhverfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurorku.

Fjármagnsflutningar til Lúx meðal annars til rannsóknar

Hundrað milljarðar króna voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun. Fjármagnsflutningarnir frá móðurfélagi bankans hér á landi til Lúxemborgar og annarra landa teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag.

Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun

Iceland Express hefur ákveðið að vélar félagsins sem fara til London og Kaupmannahafnar á morgun fara frá Akureyrarflugvelli. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan 13:00 og sú til London klukkan 15:00. Sætaferðir verða til og frá Akureyri.

Manndráp í Keflavík: Liðlega tvítugur maður í haldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú staðfest að maður sé í haldi, grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í bænum. Hinn handtekni er liðlega tvítugur og verður hann yfirheyrður síðar í dag. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu en borin hafa verið kennsl á hann. Hann var á sextugsaldri.

Kópavogsdagar hófust í dag

Kópavogsdagar, árleg menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag með opnun sýningarinnar, Fúsi á ýmsa vegu, sem sett hefur verið upp í Tónlistarsafni Íslands á Kópavogsholti til heiðurs listamanninum Sigfúsi Halldórssyni.

Lottó: Tveir með allar tölur réttar

Tveir heppnir Lottóspilarar voru með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér fyrsta vinningi og koma rúmar fimm milljónir króna í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var áskriftarmiði en hinn var keyptur í verslun Samkaupa-Úrvals á Selfossi. Þá var einn heppinn þáttakandi með Jókertölurnar réttar og fær sá tvær milljónir í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum.

Starfshópur leggur til fækkun ráðuneyta

Breytingar gætu orðið á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar í lok sumars en frumvarp um fækkun ráðuneyta verður væntanlega lagt fram á yfirstandandi þingi.

Svifrykið vel undir mörkum í Reykjavík

Styrkur svifryks var vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. Styrkurinn mældist l8 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni á Grensásvegi klukkan 16.00 og 12 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.

Eyjafjallajökull: Kröftugt sprengigos enn í gangi

Enn er kröftugt sprengigos í gangi í Eyjafjallajökli að því er fram kemur í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðfræðistofnun Háskólans. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki. Dregið hefur úr sprengivirkni og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna að kvöldi 5. maí og 6. maí.

Eyjafjallajökull: Mjög slæmt skyggni á Sólheimasandi

Mjög slæmt skyggni er nú á Sólheimasandi sökum öskufalls auk þess sem askan úr Eyjafjallajökli sem þegar er fallin fýkur mikið upp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er því í raun ekkert ferðaveður á svæðinu en þrátt fyrir það hefur umferð um sandinn verið töluverð.

Mannslát: Lögreglan staðfestir ekki handtöku

Lögreglan verst enn allra frétta af rannsókn á mannsláti í Keflavík í morgun. Vefmiðillinn Víkurfréttir segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við málið en í samtali við fréttastofu vildi Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hvorki játa því né neita. Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni um málið síðar í dag.

BÍ: Konur vilja aukaaðalfund

Félag fjölmiðlakvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem átök innan Blaðamannafélags Íslands eru hörmuð. „Félag fjölmiðlakvenna harmar átök í stjórn Blaðamannafélagi Íslands sem leiddu til þess að þrjár þungavigtarkonur í blaðamennsku hurfu úr stjórninni,“ segir meðal annars og bætt við að í þeirra stað hafi verið valin nærri hrein karlastjórn.

Skemmdir unnar á leiðum

Skemmdarvargar hafa verið á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í nótt eða í morgun. Krossar hafa verið rifnir upp á tveimur leiðum auk þess sem blómaker hefur verið mölbrotið. Leiðin sem um ræðir eru í vesturenda garðsins. Lögregla kannaðist ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband en ætlaði að kanna málið.

70 þúsund lentu í rafmagnsleysi

Áætla má að um 70 þúsund íbúar landsbyggðarinnar, allt frá Vesturlandi og norður til Austfjarða, hafi mátt þola rafmagnsleysi í allt að tvær klukkustundir í gærkvöldi. Bilunin var það víðtæk að Almannavarnir og Fjarskiptamiðstöð lögreglu sáu ástæðu til að koma að málum.

Steingrímur leiðréttir fréttaflutning

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af því að í gær tóku einhverjir fjölmiðlar spurningu blaðamanns að loknum ríkisstjórnarfundi og gerðu að orðum Steingríms. Steingrímur segir að þó málið sé ekki stórt sé mikilvægt að koma réttum upplýsingum á framfæri.

Kosningar 2010: Ólafur F. leiðir H-listann

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti H-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ólafur mun leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum á fundi kjörstjórnar í dag en frestur til að skila inn framboðum rennur út á hádegi. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti listans og Katrín Corazon Surban það þriðja.

Keflavík: Maður fannst látinn

Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi.

Reyndi að brjótast inn til sinnar fyrrverandi

Karlmaður gistir nú fangageymslu á Selfossi en hann var handtekinn í nótt þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og núverandi sambýlismanns hennar.

Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn minni en í gær

Dregið hefur úr skjálftavirkni við eldstöðina í Eyjafjallajökli og þar hefur engin skjálfti mælst síðan í gær. Gosmökkurinn er einnig minni en í gær en hann nær nú 5 kílómetra hæð. Hann stefnir í suð-austur og því er búist við öskufalli á Sólheimasandi, í Vík í Mýrdal og jafnvel vestar.

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg

Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg frá því í gær. Hrinan hófst með skjálfta sem mældist 3,1 stig um klukkan þrjú í gær og strax í kjölfarið fylgdu skjálftar sem mældust nokkru minni eða um 2,5 stig. Skjálftarnir eiga upptök sín nálægt Eldey og Geirfuglaskeri og frá því klukkan þrjú í gær hafa sex skjálftar mælst stærri en tvö stig á svæðinu, þar á meðal einn sem náði þremur stigum, auk nokkurra minni.

Rannsóknin í fullum gangi um helgina

Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum Kaupþings verður í fullum gangi um helgina og eru fjölmargar yfirheyrslur framundan. Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings sitja í gæsluvarðhaldi, til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum bankans.

Eyjafjallajökull: Öllu flugi aflýst í Keflavík - Lokanir í Evrópu

Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Þá er truflun á öllu innanlandsflugi og er athugun klukkan 11:15. Nokkrar vélar fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli í morgun en nú hefur brottför fimm véla í dag og komu níu véla síðdegis og í kvöld verið aflýst.

Tugir starfsmanna ráðnir til sérstaks saksóknara

Ragna Árnadóttir dómsmála­ráðherra hyggst leggja fram tillögu fyrir ríkis­stjórn í vikunni um að embætti sérstaks saksóknara verði eflt til muna. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið í dag. Nefnd þriggja ráðuneyta, dómsmála-, fjármála- og forsætisráðuneyta, fer nú yfir rekstraráætlun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tugum starfsmanna bætt við embættið.

Sjá næstu 50 fréttir