Innlent

Börnin vilja fleiri hoppukastala

svona verður ísbjarnarbúrið stórt! Jón Gnarr, sem leiðir Besta flokkinn, sagðist eiga margt sameiginlegt með kröfum barnanna. Þau þurfi ekki að óttast ísbjörninn sem flokkurinn ætlar að fá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fréttablaðið/Anton
svona verður ísbjarnarbúrið stórt! Jón Gnarr, sem leiðir Besta flokkinn, sagðist eiga margt sameiginlegt með kröfum barnanna. Þau þurfi ekki að óttast ísbjörninn sem flokkurinn ætlar að fá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fréttablaðið/Anton
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna fimm sem keppa í borgar­stjórnarslagnum í sveitarstjórnarkosningum í enda þessa mánaðar komu í heimsókn í leikskólann Nóaborg í gær og svöruðu fyrirspurnum barnanna.

Börnin hvöttu frambjóðendur til að fá ökumenn til að draga úr hraða bíla á götum borgarinnar, breyta leiðum strætisvagna svo þeir stöðvi nær leikskólum og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum svo þau þurfi ekki að ganga yfir Suðurlandsbraut og bæta úr skorti á hoppuköstulum í borginni.

Nóaborg er eini leikskólinn sem frambjóðendur heimsækja en þeir komu þangað að frumkvæði skólans.

Nóaborg beinir sjónum að lýðræði í ákvarðanatöku og hafa nemendur til dæmis kosið um hvað eigi að vera í hádegismat og hvert skuli fara í vettvangsferðir. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×