Innlent

Verðmætum stolið úr gistiheimili

Mynd/Anton Brink

Brotist var inn í herbergi í gistiheimili í Reykjavík í nótt og þaðan stolið verðmætum frá erlendum ferðamanni sem ekki var í herberginu. Þjófurinn komst undan, meðal annars með farsíma og fartölvu.

Þá þurfti lögreglan að loka veitingastað í miðborginni, þar sem enn var opið rétt fyrir klukkan fjögur í nótt, en þar átti að loka klukkan eitt. Gestir yfirgáfu staðinn möglunarlaust, enda margir þeirra farnir að sjá koddana sína í hyllingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×