Innlent

Kveikt í slöngubát í Bolungarvík

Húsið var illa farið eftir eldinn.
Húsið var illa farið eftir eldinn. Mynd Hafþór.

Talið er að kveikt hafi verið í slöngubáti fyrir utan gistiheimili í Bolungarvík í nótt.

Í fyrstu var talið að kviknað hefði í gistiheimilinu þar sem reykurinn barst inn í húsið með þeim afleiðingum að rýma þurfti heimilið og reykræsta það í kjölfarið.

Svo virðist sem óprúttin aðili hafi kveikt í slöngubátnum.

Enginn mótor var á bátnum þegar það kviknaði í honum og því vandséð hvernig kviknaði í honum öðruvísi en af mannavöldum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×