Innlent

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi dauður

Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum. Mynd/www.tollstjori.is
Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum. Mynd/www.tollstjori.is
Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi kvaddi þennan heim um helgina eftir stutt veikindi. Hann var 12 ára gamall. Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum, að því er fram kemur á vefsíðu tollstjóra.

Skuggi var keyptur árið 1998 þá rúmlega 9 mánaða gamall og var þriðji fíkniefnahundur Tollgæslunnar í Reykjavík. „Hann starfaði með og var í umsjón Ólafs Sigurjónssonar tollvarðar til ársins 2002 en þá tók Stefán Geir Sigurbjörnsson tollvörður við honum. Þeir félagar störfuðu saman til ársins 2004 en þá lét Skuggi af störfum," segir á vefsíðu tollstjóra. Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum fyrir embætti Tollstjórans í Reykjavík, Seyðisfirði sem og önnur embætti.

„Skuggi bjó hjá Stefáni Geir og fjölskyldu og tók við af hundinum Bassa sem forvarnarhundur embættisins í forvarnarstarfinu Nei takk fyrir fermingarbörn. Skuggi var kátur og glaður hundur og verður hans minnst sem mikils prakkara hjá þeim sem þekktu hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×