Innlent

Ingibjörg Sólrún flaug með þotu Kristínar

„Mér fannst þetta ekki óeðlilegt þá og mér finnst það ekki óeðlilegt nú," segir Ingibjörg Sólrún sem flaug með þotu Kristínar Ólafsdóttur, eiginkonu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í mars 2008.
„Mér fannst þetta ekki óeðlilegt þá og mér finnst það ekki óeðlilegt nú," segir Ingibjörg Sólrún sem flaug með þotu Kristínar Ólafsdóttur, eiginkonu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í mars 2008. Mynd/Anton Brink
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, flaug í einkaþotu á vegum Kristínar Ólafsdóttur, eiginkonu Björgólfs Thors Björgólfssonar, milli Barbados og Jamaíka í mars 2008. „Mér fannst þetta ekki óeðlilegt þá og mér finnst það ekki óeðlilegt nú," segir Ingibjörg Sólrún í DV sem fjallar um málið í dag.

Ingibjörg og Kristín sóttu ráðstefnu á Barbados um alþjóðlega samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og fóru þaðan til Jamaíka til að kynna sér starfsemi UNIFEM, þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur. Ingibjörg fór á ráðstefnuna út af starfi sínu sem utanríkisráðherra en Kristín var yfir söfnunarátaki hér á landi þar sem safnað var í svokallaðan ofbeldissjóð UNIFEM.

Í samtali við DV segir Ingibjörg Sólrún að þetta hafi verið í eina skiptið sem hún hafi flogið með einkaþotu á vegum auðmanna á árunum fyrir bankahrunið. „Já, þetta var í eina skiptið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×