Innlent

Líkti Sigurði Kára Kristjánssyni við rafhlöðukanínu

Robert Marshall þingmaður Samfylkingarinnar líkti Sigurði Kára Kristjánssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins við rafhlöðukanínu í umræðum um fundarstörf forseta á Alþingi í dag.

Var Róbert þar að ræða um síendurteknar spurningar Sigurðar Kára á Alþingi um launahækkun til seðlabankastjóra. Hann hefði nú spurt nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar um málið.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki kom í pontu á eftir Róbert og taldi orð hans tilkomin vegna þess að Róbert væri kominn í sumarskap. Ekki ætti að lá mönnum það að leita sannleikans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×