Innlent

Sviffallhlíf hrapaði í hlíðum Ingólfsfjalls

Sviffallhlíf hrapaði í hlíðum Ingólfsfjalls. Mynd úr safni.
Sviffallhlíf hrapaði í hlíðum Ingólfsfjalls. Mynd úr safni.

Einstaklingur sem flaug á sviffallhlíf hrapaði í hlíðum Ingólfsfjalls fyrir stundu að sögn lögreglunnar. Lögreglan og björgunarsveitir eru komnar á vettvang. Frekari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu.

Reykur sem sást frá slysstað og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag orsakaðist af því að það kviknaði í einni bifreið björgunarsveitamanna þegar að hún var á leið á vettvang.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×