Innlent

Rífandi gangur í strandveiðum á Faxaflóa

Fyrsti dagur í strandveiðum er í dag og þó nokkrir bátar sem hafa haldið til veiða frá Reykjavík og Akranesi. Nokkrir bátar hafa skilað sér til hafnar með skammtinn sinn og herma aflatölur af Akranesi að aflabrögð séu góð.

Þetta kemur fram á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að af Skaganum hefur heyrst að það sé mikill fiskur í tveggja tíma siglingu frá Akranesi, sannkallaður aulaþorskur eða um 10 kílóa fiskar.

Sjö bátar fóru á sjó frá Akranesi og verið er að útbúa fleiri báta sem munu fara á strandveiðarnar. Sem kunnugt er hefur það magn sem færa má að landi verið minnkað úr 800 kg. á dag í 650 kg þorskígildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×