Innlent

Staðfestu gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Hreiðari og Magnúsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már verður áfram í gæsluvarðhaldi. Mynd/ Anton.
Hreiðar Már verður áfram í gæsluvarðhaldi. Mynd/ Anton.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Það voru Hjördís Hákonardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem kváðu upp úrskurðinn.

Ólafur Þ. Hauksson segir að embætti sérstaks saksóknari sé ekki búið að fá úrskurðinn í hendur og hann geti því ekki greint frá forsendum úrskurðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×