Innlent

Tóku ekki ákvörðun um fækkun ráðuneyta

Mynd/Valgarður Gíslason

Engin endanleg ákvörðun um breytingar á stjórnarráðinu og fækkun ráðuneyta, var tekin á tæplega fimm klukkustunda lögnum ríkisstjórnarfundi, sem hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan sex síðdegis og stóð til klukkan að verða ellefu í gærkvöldi.

Hugmyndir eru uppi um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu og er almennur vilji fyrir því meðal Samfylkingarmanna að gera það sem fyrst, en Vinstri grænir vilja íhuga málið nánar. Fjárlög voru einnig rædd á fundinum og mun frekari niðurskurður á útgjöldum ríkisins þykja vænlegri kostur, en aukin skattheimta, til að rétta hag ríkissjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×