Innlent

World Class skaðabótaskylt

World Class er skaðabótaskylt til hálfs.
World Class er skaðabótaskylt til hálfs.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að líkamsræktarstöðin World Class væri skaðabótaskyld til hálfs gagnvart konu sem klemmdist í vængjahurð stöðvarinnar í Laugum sem er við innganginn.

Atvikið átti sér stað árið 2007. Konan var með fimm ára son sinn sem hún hleypti á undan sér. Barnið komst klakklaust í gegnum hliðið sem opnast sjálfvirkt þegar auga þess sem fer í gegnum hliðið hefur verið borið að augnlesara.

Þegar konan fór hinsvegar í gegn skelltust hurðarnar á höfuð konunnar og klemmdist hún á milli.

World Class hafnað alfarið kröfunni og vildi meina að konan hafi borið sig vitlaust að þegar hún fór í gegn. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að konan bæri ábyrgð til hálfs á móti World Class.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×