Innlent

Engar kosningar á Skagaströnd

Íbúar á Skagaströnd geta setið heima 29. maí næstkomandi.
Íbúar á Skagaströnd geta setið heima 29. maí næstkomandi.

Ljós er að ekki þarf að kjósa til sveitastjórnar á Skagaströnd þar sem einungis einn listi býður þar fram samkvæmt fréttavefnum Feykir.is.

Þar segir að veittur var lögbundinn tveggja daga frestur til þess að annað framboð mætti koma fram en enginn bauð sig fram.

Eru fulltrúar Skagastrandarlistans því sjálfkjörnir aðal- og varamenn í sveitastjórn Skagastrandar næstu fjögur árin.

Þrjú eftstu sætin skipa Adolf H. Berndsen, Halldór G. Ólafsson og Péturína L. Jakobsdóttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×