Innlent

Slökkti eld með ísmolum

Mynd Kristófer Helgason

Kona brenndist fyrsta og annars stigs bruna í andliti og á hendi þegar hún var að bæta etanóli á arinn á veitingastaðnum Riverside í Hótel Selfoss.

Eldur blossaði upp í arninum þegar hún var að bæta etanólinu á eldsneytishólf í arninum og komst eldurinn í föt konunnar.

Henni tókst að slökkva eldinn með ísmolum sem voru til staðar í eldhúsi staðarins. Læknir var tilfallandi á staðnum og veitti fyrstu hjálp.

Konan var flutti með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hennar. Eldurinn setti af stað úðakerfi í rýminu og af því hlaust vatnstjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×