Innlent

Ekki hægt að spyrja út í fyrirvarana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björg Thorarensen segir að það verði að spyrja um lögin í heild. Mynd/ GVA.
Björg Thorarensen segir að það verði að spyrja um lögin í heild. Mynd/ GVA.
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem ráðgert er að fari fram seinni hluta febrúarmánaðar eða í byrjun mars mun snúast um það hvort Icesave lögin haldi gildi sínu eða ekki. Það er ekki hægt að spyrja um afstöðu til fyrirvaranna eða annarra þátta sem þessu tengist. Þetta sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær.

„Það er kannski eitt það fáa sem liggur skýrt fyrir varðandi þetta ferli allt, að stjórnarskráin segir að það skuli bera upp lögin öll til samþykktar eða synjunar," segir Björg.

Hún segir að Íslendingar hafi ekki gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu síðan 1944 en þá var kosið um sambandsslit frá Dönum og nýja stjórnarskrá.

Reykjavík síðdegis mun halda áfram að fjalla um Icesave málið þegar þátturinn hefst klukkan fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×