Innlent

Ólafur Ragnar í viðtali á BBC - myndband

Íslendingar ætla sér að standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. Þetta var aðalinntakið í máli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem í gærkvöldi var í viðtali í þættinum Newsnight á Breska ríkisútvaropinu BBC í gærkvöldi.

Þar ræddi hann við þáttastjórnandann Jeremy Paxman sem þekktur er fyrir að ganga hart að viðmælendum sínum. Forsetinn sagði að Íslendingar ætli sér að standa við skuldbindingar sínar og borga til baka þær fjárhæðir sem Bretar og Hollendingar hefðu þegar lagt fram vegna málsins.

Þær fullyrðingar að Íslendingar ætli sér ekki að borga neitt til baka væru því fullkomlega rangar. Ólafur segir að það eina sem hann hafi gert hafi verið að leyfa íslensku þjóðinni að eiga lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem sé í fullu samræmi við lýðræðislegar grundvallarreglur þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar gerði einnig lítið úr því að lánshæfismatsfyrirtæki hafi lækkað lánshæfismatseinkunn ríkissjóðs og sagði hann það ekki hafa neinar praktískar afleiðingar.

Viðtal Ólafs við Paxman er hægt að sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×