Innlent

Björguðu manni úr brennandi húsi á Hverfisgötu

Mikill eldur logaði um tíma í húsinu eins og sést á þessari mynd.
Mikill eldur logaði um tíma í húsinu eins og sést á þessari mynd. MYND/Jón Arnar Ólafsson

Tvísýnt er um afdrif manns, sem reykkafarar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu björguðu út úr brennandi húsi að Hverfisgötu 28, laust upp úr klukkan fjögur í nótt.

Þegar allt slökkvilið á vakt kom á vettvang logaði upp úr þaki hússins, sem er tvílyft timburhús með risi, og stendur á steyptum kjallara. Aðrir íbúar þess höfðu þá forðað sér út og varð þeim ekki meint af reyk.

Eldurinn var slökktur á sjötta tímanum, en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að rífa utan af, og innan úr veggjum, til að slökkva í glæðum.

Eldsupptök eru ókunn.-Annars var annasamt hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og fram á nótt vegna smá íkveikja hér og þar, en allt fór vel fram við þrettánda brennurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×