Höskuldur: Eigum að standa með sjálfum okkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. janúar 2010 09:42 Höskuldur Þ. Þórhallsson. „Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að það versta sem gæti gerst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave væri að baráttan færi að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. „En ef að hún kýs að stilla málum þannig upp að þá er ég reiðubúinn í þá baráttu," segir Höskuldur Þórhallsson. Hann segir að eins og ríkisstjórnin hafi haldið á Icesave málinu hafi hún sýnt algjöra vanhæfni til þess að fara með hagsmuni íslands í þessu máli. Höskuldur segir að allur hræðsluáróðurinn og allt sem hafi verið sagt byggist á órökstuddum fullyrðingum og í mínum huga rangri túlkun á því sem sé að gerast erlendis eins og hafi ítrekað komið fram. „Það er eitt sem er athyglisvert og hefur ekki verið haldið nógu vel til haga í umræðunni. Bretar neita að borga íbúum á Mön fyrir mistök breskra banka sem voru stofnaðir þar vegna þess að íbúar á mön fengu skatttekjur af reikningunum. Samt ætlast þeir til að íslendingar geri hið sama. Þetta sýnir fáránleikann í þessu máli," segir Höskuldur. Höskuldur segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að það komi tímabundið bakslag í endurreisn efnahagslífsins. „Það hefur ekki reynst grunnur á bakvið neitt það sem hefur verið hótað hingað til af hálfu ríkisstjórnarinnar," segir Höskuldur. Spurningin sé sú hvernig slíkar fullyrðingar séu rökstuddar. „Því var hótað að eitthvað stórkostlegt myndi gerast hér 23. október. Það reyndist alrangt. Endurreisn bankakerfisins átti að vera ómöguleg, en henni er meira og minna lokið. Við höfum fengið lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hann fullyrðir að þetta hafi ekkert með Icesave að gera," segir Höskuldur. Matsfyrirtækin séu lítill hluti af þessu öllu saman. Standard & Poors hafi nánast með engu breytt mötum sínum efnahagshorfum. „Við eigum að standa með sjálfum okkur í þessu máli og þá mun okkur farnast best," segir Höskuldur. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
„Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að það versta sem gæti gerst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave væri að baráttan færi að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. „En ef að hún kýs að stilla málum þannig upp að þá er ég reiðubúinn í þá baráttu," segir Höskuldur Þórhallsson. Hann segir að eins og ríkisstjórnin hafi haldið á Icesave málinu hafi hún sýnt algjöra vanhæfni til þess að fara með hagsmuni íslands í þessu máli. Höskuldur segir að allur hræðsluáróðurinn og allt sem hafi verið sagt byggist á órökstuddum fullyrðingum og í mínum huga rangri túlkun á því sem sé að gerast erlendis eins og hafi ítrekað komið fram. „Það er eitt sem er athyglisvert og hefur ekki verið haldið nógu vel til haga í umræðunni. Bretar neita að borga íbúum á Mön fyrir mistök breskra banka sem voru stofnaðir þar vegna þess að íbúar á mön fengu skatttekjur af reikningunum. Samt ætlast þeir til að íslendingar geri hið sama. Þetta sýnir fáránleikann í þessu máli," segir Höskuldur. Höskuldur segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að það komi tímabundið bakslag í endurreisn efnahagslífsins. „Það hefur ekki reynst grunnur á bakvið neitt það sem hefur verið hótað hingað til af hálfu ríkisstjórnarinnar," segir Höskuldur. Spurningin sé sú hvernig slíkar fullyrðingar séu rökstuddar. „Því var hótað að eitthvað stórkostlegt myndi gerast hér 23. október. Það reyndist alrangt. Endurreisn bankakerfisins átti að vera ómöguleg, en henni er meira og minna lokið. Við höfum fengið lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hann fullyrðir að þetta hafi ekkert með Icesave að gera," segir Höskuldur. Matsfyrirtækin séu lítill hluti af þessu öllu saman. Standard & Poors hafi nánast með engu breytt mötum sínum efnahagshorfum. „Við eigum að standa með sjálfum okkur í þessu máli og þá mun okkur farnast best," segir Höskuldur.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira