Höskuldur: Eigum að standa með sjálfum okkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. janúar 2010 09:42 Höskuldur Þ. Þórhallsson. „Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að það versta sem gæti gerst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave væri að baráttan færi að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. „En ef að hún kýs að stilla málum þannig upp að þá er ég reiðubúinn í þá baráttu," segir Höskuldur Þórhallsson. Hann segir að eins og ríkisstjórnin hafi haldið á Icesave málinu hafi hún sýnt algjöra vanhæfni til þess að fara með hagsmuni íslands í þessu máli. Höskuldur segir að allur hræðsluáróðurinn og allt sem hafi verið sagt byggist á órökstuddum fullyrðingum og í mínum huga rangri túlkun á því sem sé að gerast erlendis eins og hafi ítrekað komið fram. „Það er eitt sem er athyglisvert og hefur ekki verið haldið nógu vel til haga í umræðunni. Bretar neita að borga íbúum á Mön fyrir mistök breskra banka sem voru stofnaðir þar vegna þess að íbúar á mön fengu skatttekjur af reikningunum. Samt ætlast þeir til að íslendingar geri hið sama. Þetta sýnir fáránleikann í þessu máli," segir Höskuldur. Höskuldur segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að það komi tímabundið bakslag í endurreisn efnahagslífsins. „Það hefur ekki reynst grunnur á bakvið neitt það sem hefur verið hótað hingað til af hálfu ríkisstjórnarinnar," segir Höskuldur. Spurningin sé sú hvernig slíkar fullyrðingar séu rökstuddar. „Því var hótað að eitthvað stórkostlegt myndi gerast hér 23. október. Það reyndist alrangt. Endurreisn bankakerfisins átti að vera ómöguleg, en henni er meira og minna lokið. Við höfum fengið lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hann fullyrðir að þetta hafi ekkert með Icesave að gera," segir Höskuldur. Matsfyrirtækin séu lítill hluti af þessu öllu saman. Standard & Poors hafi nánast með engu breytt mötum sínum efnahagshorfum. „Við eigum að standa með sjálfum okkur í þessu máli og þá mun okkur farnast best," segir Höskuldur. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að það versta sem gæti gerst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave væri að baráttan færi að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. „En ef að hún kýs að stilla málum þannig upp að þá er ég reiðubúinn í þá baráttu," segir Höskuldur Þórhallsson. Hann segir að eins og ríkisstjórnin hafi haldið á Icesave málinu hafi hún sýnt algjöra vanhæfni til þess að fara með hagsmuni íslands í þessu máli. Höskuldur segir að allur hræðsluáróðurinn og allt sem hafi verið sagt byggist á órökstuddum fullyrðingum og í mínum huga rangri túlkun á því sem sé að gerast erlendis eins og hafi ítrekað komið fram. „Það er eitt sem er athyglisvert og hefur ekki verið haldið nógu vel til haga í umræðunni. Bretar neita að borga íbúum á Mön fyrir mistök breskra banka sem voru stofnaðir þar vegna þess að íbúar á mön fengu skatttekjur af reikningunum. Samt ætlast þeir til að íslendingar geri hið sama. Þetta sýnir fáránleikann í þessu máli," segir Höskuldur. Höskuldur segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að það komi tímabundið bakslag í endurreisn efnahagslífsins. „Það hefur ekki reynst grunnur á bakvið neitt það sem hefur verið hótað hingað til af hálfu ríkisstjórnarinnar," segir Höskuldur. Spurningin sé sú hvernig slíkar fullyrðingar séu rökstuddar. „Því var hótað að eitthvað stórkostlegt myndi gerast hér 23. október. Það reyndist alrangt. Endurreisn bankakerfisins átti að vera ómöguleg, en henni er meira og minna lokið. Við höfum fengið lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hann fullyrðir að þetta hafi ekkert með Icesave að gera," segir Höskuldur. Matsfyrirtækin séu lítill hluti af þessu öllu saman. Standard & Poors hafi nánast með engu breytt mötum sínum efnahagshorfum. „Við eigum að standa með sjálfum okkur í þessu máli og þá mun okkur farnast best," segir Höskuldur.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira