Fleiri fréttir

Forseti náðaði veikan smyglara

Forseti Íslands náðaði í desember Þjóðverja á sjötugsaldri sem í janúar í fyrra var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að flytja rúm 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni til Íslands. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Óvissa um hvaða lög gilda

Í yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um synjunina, er fullyrt að felli þjóðin lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni, séu eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, áfram í gildi. Lögspekingar virðast ekki jafnvissir um þetta og forsetinn.

Skera niður hjá dagforeldrum

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að lækka greiðslu vegna dagforeldra um 25 prósent. Er þetta hluti af sparnaðaraðgerðum. Einnig á að grípa til mikils sparnaðar í leikskólum sem verður lokað í fimm vikur næsta sumar. Endurskoða á reglur sem gilda um barnafjölda á hvert stöðugildi til að spara í mannahaldi. Fækkað verður á deildum í leikskólum þar sem barnafjöldi og aðstaða gefur tilefni til og draga á úr stjórnunarkostnaði. Starfsemi í leikskólanum í Varmalandi verður hætt um mitt þetta ár. - gar

Dæmdur í árs fangelsi

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir árið 2008. Fyrst réðst maðurinn á annan mann fyrir utan Landsbankann á Laugavegi 77. Árásarmaðurinn sló hinn hnefahöggi í andlitið og síðan með glerflösku í höfuðið þannig að hann féll í jörðina. Síðan sparkaði hann í bringu fórnarlambsins, sem hlaut mar í kringum augnumgjörð og brotið bringubein. Síðar réðst ofstopamaðurinn á mann á Laugavegi. Hann kýldi manninn í andlitið og sparkaði í höfuð hans og líkama. Fórnarlambið hlaut beinbrot bæði á líkama og í andliti.

Hafa ekki ráðið þjóðgarðsvörð

Enn hefur ekki verið ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í stað Sigurðar Oddssonar sem féll frá í ágúst. Þingvallanefnd ákvað á fundi 26. október að auglýsa eftir nýjum þjóðgarðsverði og sagði þá stefnt að því að gengið yrði frá ráðningunni fyrir 1. janúar. 78 umsóknir bárust.

Öll orkan fer í að slökkva elda

Bresk og hollensk stjórnvöld leggja áherslu á að staða Icesave-málsins skýrist sem fyrst, en samtöl við ráðamenn þar hafa ekki breytt neinu um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar synjunar forseta Íslands á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir fjármálaráðherra Bretlands og Hollands hafa verið vinsamlegri í samtölum við sig en í viðtölum við fjölmiðla. Allir séu sammála um að töf á úrlausn málsins sé báðum til tjóns.

Skiptu sér bara af tónlistarhúsinu

Eina dæmið um pólitísk afskipti af málefnum bankanna virðist snúa að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Þetta upplýsti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson í þættinum Hrafnaþingi á ÍNN í vikunni.

Páfagaukur má skrækja í blokk

Kærunefnd fjöleignahúsmála verður ekki við kröfu íbúa í blokk einni um að úrskurða að páfagaukur á hæðinni fyrir ofan verði að hverfa úr húsinu. Páfagaukurinn hafi valdið honum miklu ónæði.

Meint pólskt þjófagengi tekið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm pólska karlmenn í vikunni, sem grunaðir eru um innbrot í heimahús. Fjórir mannanna hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og sá fimmti var leiddur fyrir dómara síðdegis í gær.

Mikill áhugi á frauðsnakki

Nýsköpun Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður þróar nú snakk með íslensku fyrirtæki sem gert er úr uppblásnu frauði og er nær hitaeiningalaust. Pantanir eru þegar farnar að berast en snakkið kemur á markað í vor.

Var varaður við afleiðingum synjunar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var varaður við því að synjun laga um ríkisábyrgð vegna Icesave, gæti stórlaskað stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi og aukið hættu á greiðslufalli. Þetta kom fram í bréfi frá sérfræðingum í Stjórnarráði Íslands, sem forsetinn fékk í hendur á mánudag. Þar er varað við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum.

Ekki lúxusferðalög

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hún hafi í stöfum sínum í þágu borgarbúa kappkostað að upplýsa almenning um starfsemi orkufyrirtækjanna eins mikið og vel og mögulegt er. Ferðir á vegum Orkuveitunnar séu ekki lúxusferðalög.

Mansalsmálið þingfest eftir helgi

Þingfesting í mansalsmálinu svokallaða fer fram næstkomandi mánudag. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og einum Íslendingi, fyrir mansal gagnvart 19 ára stúlku. Litháarnir sitja allir í gæsluvarðhaldi.

Ólafur Ragnar ætlar til Indlands

Ólafur Ragnar Grímsson hyggst enn halda út til Indlands í næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá forsetaritara. Ólafi Ragnar Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Indlands á fimmtudag í næstu viku. Þar mun hann meðal annars taka við Nehru verðlaununum.

Meirihlutinn vill nýjan Icesave samning

Tæp 67% landsmanna vilja að ríkisstjórnin felli Icesave lögin úr gildi og semji upp á nýtt við Breta og Hollendinga frekar en þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Capacent Gallup og greint var frá í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Eldur kom upp í ruslageymslu í Seljahverfi

Eldur kom upp í ruslageymslu í Flúðaseli í Seljahverfi skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ekki um mikinn eld að ræða og gekk greiðlega að slökkva hann. Aftur á móti barst reykur inn á stigagang og því þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta í kjölfarið.

Móðir fórnarlambs Facebook nauðgara: Kerfið brást

Tuttugu og eins árs karlmaður var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum. Móðir stúlkunnar, sem fyrst var brotið á, furðar sig á því að maðurinn hafi verið látinn ganga laus og fengið þannig tækifæri á að brjóta gegn tveimur til viðbótar.

Hálkublettir á Hellisheiði

Hálkublettir eru á Sandskeiði og á Hellisheiði og þá er hálka í Þrengslum, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Flughált er á Vatnsleysuströnd og á milli Hafna og Grindavíkur.

Icesave ekki aðgöngumiði að ESB

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir rangt að halda því fram að Icesave lögin séu aðgöngumiði Íslands að Evrópusambandinu.

Jóhanna ræddi við Brown

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, seinnipartinn í dag. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, segir að þau hafi farið yfir stöðuna eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku.

Steingrímur fundar með erlendum ráðamönnum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heldur af landi brott í kvöld eða á morgun til fundar við erlenda ráðamenn. Ríkisstjórnin ætlar að sitja áfram þrátt fyrir synjun forseta en til stendur að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu undir lok næsta mánaðar.

Utanlandsferðin kostaði árslaun verkamanns

Ein utanlandsferð Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa til Asíu og Afríku kostaði árslaun verkamanns. Hnattreisur fjögurra stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu tveimur árum kostuðu samtals nærri sjö milljónir króna.

Björgólfsfeðgar ekki kallaðar fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis

Hvorki Björgólfur Guðmundsson né Björgólfur Thor Björgólfsson hafa verið kallaðir fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Björgólfur eldri mun hafa sent nefndinni gögn að eigin frumkvæði en þeir hafa hvorugir verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á aðdraganda og orsökum bankahrunsins.

Rúmlega helmingur ósammála Ólafi

Rúmlega helmingur landsmanna er ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skrifa ekki undir Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði og sagt var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Stjórnarþingmaður: Forsetinn skilur þjóðina eftir í ruslflokki

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er allt annað en sáttur með þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku. Hann segir að forsetinn hafi tekið eigin hag fram yfir þjóðarhag.

Dópbíll á leið til Íslands stöðvaður í Færeyjum - þrír í varðhaldi

Tveir karlmenn og ein kona, öll Litháar á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. febrúar vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Málið er rannsakað í samvinnu við lögregluyfirvöld í Færeyjum og Litháen með aðkomu Europol og tollyfirvalda á Íslandi, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Forsetinn hafnaði fundi með forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra óskaði eftir því bréflega við forseta Íslands síðdegis á mánudaginn að eiga fund til að ræða við hann um væntanlega ákvörðun hans um afdrif Icesave-laganna. Forsetinn hundsaði þessa beiðni forsætisráðherra, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Pressunni.

Treg gulldepluveði

Sjö uppsjávarveiðiskip hafa stundað veiðar á gulldeplu nú eftir áramótin og hefur veiðin verið treg og farið rólega af stað samkvæmt heimasíðu HB Granda. Þar segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, að menn bíði spenntir eftir niðurstöðum loðnuleitar á vegum Hafrannsóknastofnunar.

Össur Skarphéðinsson á símafundi með Miliband í kvöld

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun eiga símafund með David Miliband utanríkisráðherra Bretlands í kvöld þar sem Icesave málið verður til umræðu. Össur segir að hann hafi verið í miklu sambandi við sendiherra Íslands í London í dag sem hefði rætt við breska ráðmenn.

Viðvörunarbréf til forseta: Geta beðið með samninga í tvö ár

Í bréfi sem forsætisráðuneytið sendi Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, degi áður en hann synjaði staðfestingar á Icesave-lögunum, kemur fram að mögulegt sé að Hollendingar og Bretar myndu ekki vilja semja aftur við Ísland um Icesave næstu árin verði núverandi samkomulag fellt úr gildi.

Reykur vegna potts á pönnu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í fjölbýlishús í Hraunbæ vegna eldsvoða.

Rannsóknarnefnd gefur ekkert upp um andmælakostinn

Rannsóknarnefnd Alþingis gefur ekki upp hvenær þeim sem fjallað er um í skýrslu nefndarinnar og talið er að hafi orðið á mistök eða orðið uppvísir af mistökum í starfi verður gefinn kostur á að andmæla því sem sagt er um þá.

Frestun á gagnaveri „helvítis“ áfall fyrir byggingageirann

„Þetta er helvítis áfall fyrir byggingageirann,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, en allar framkvæmdir hafa verið stöðvaðar við gagnver Verner Holdings. Stjórnarformaður félagsins, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir.

Reykur í stigagangi í Hraunbænum

Tilkynnt var um reyk í stigagangi í Hraunbæ fyrir stundu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á leið á staðinn en ekkert liggur fyrir um hvort eldur hafi kviknað.

Ákvörðun Fitch er bara táknræn

Ákvörðun Fitch um að lækka lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk er fyrst og fremst táknræn og hefur enga raunverulega þýðingu í bili, segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Að mati Jóns er enn hægt að ná farsælli niðurstöðu í Icesave málinu. Þar skipti miklu að skipa þverpólitíska nefnd til viðræðna við Breta og Hollendinga.

Dómari fellst ekki á kröfu Baldurs

Héraðsdómur Reykjavíkur fellst ekki á kröfu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, þess efnis að rannsókn sérstaks saksóknara á honum verði hætt. Baldur, sem sætir rannsókn hjá sérstökum saksóknara hafði krafist þess að rannsókninni yrði hætt og kyrrsetningu á eignum hans aflétt. Lögmaður Baldurs sagði eftir úrskurðinn að honum yrði áfrýjað til Hæstaréttar.

Könnun: 56 prósent styðja forsetann

Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur gert könnun þar sem spurt er út í afstöðu manna til ákvörðunar forseta Íslands um Icesave. Könnunin var framkvæmd dagana 5.-6. janúar 2010 og var heildarfjöldi svarenda 877 einstaklingar að því er fram kemur í tilkynningu frá MMR.

Flýði til þess að mótmæla ítrekuðu gæsluvarðhaldi

Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos þarf að sæta agaviðurlögum vegna flóttatilraunar auk þess sem hann hótaði fangaverði með heimatilbúnu eggvopni. Að sögn lögmanns Ramosar þá sætir hann einangrun í tíu daga.

Sjá næstu 50 fréttir