Innlent

Byssumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birkir Arnar Jónsson, 23 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn.

Samkvæmt ákæru fór Birkir Arnar grímuklæddur og vopnaður hlaðinni haglabyssu að heimili við Þverársel í Breiðholti, bankaði á útidyrnar og rak byssuhlaupið í enni húsráðanda þegar að hann opnaði. Birkir skaut síðan fimm skotum úr haglabyssunni þegar að húsráðanda hafði tekist að loka hurðinni og stóð fyrir innan hana.

Í ákærunni kemur fram að tvö skotanna hæfðu hurðina en þrjú fóru inn í íbúðina í gegnum rúðu við útidyrnar. Húsráðandi hlaut hins vegar sár á enni sem sauma þurfti með átta sporum.

Ákærði neitaði sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×