Innlent

30 skemmtiferðaskip á leiðinni til Ísafjarðar

Höfnin á Ísafirði. Mynd úr safni.
Höfnin á Ísafirði. Mynd úr safni.

Vestfirðingar þurfa ekki að kvíða sumrinu því þegar hafa hátt í 30 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Ísafjarðahafnar sumarið 2010 samkvæmt fréttavefnum bb.is.

Þar kemur fram að um skipin rúma allt að 20 þúsund ferðamenn. Stærstu skipin rúma 3470 manns á meðan þau minnstu sigla með 250 farþega.

Því er ljóst að ferðaþjónusta á Ísafirði og nærsveita mun blómstra næsta sumar en spáð hefur verið vexti ferðaþjónustunnar hér á landi þrátt fyrir efnahagslega lægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×