Innlent

Heilinn hennar ömmu

Fjölskylda í Bandaríkjunum hefur kært útfararþjónustuna sem sá um útför ömmu þeirra á dögunum. Útförin sjálf gekk að óskum en þegar fjölskyldumeðlimirnir fengu eigur ömmunnar, föt, skartgripi og annað sem hún hafði verið með þegar hún lést í bílslysi, slæddist óvenjulegur hlutur með í pakkanum.

Af einhverjum óútskýrðum ástæðum hafði heili konunnar nefnilega verið settur í poka og honum pakkað með öðrum veraldlegum eigum hennar.

Fjölskyldan hefur nú farið fram á miskabætur en lík konunnar var grafið upp og hún jarðsett á ný, og þá var heilinn hafður með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×