Innlent

Fálki gerði sér dagamun í Sólheimum

Fálkinn úr fjarska. Sat í rólegheitum og fylgdist með borgarlífinu.
Fálkinn úr fjarska. Sat í rólegheitum og fylgdist með borgarlífinu.

„Ég þurfti að fara upp á þrettándu hæð til þess að taka mynd af honum," segir húsvörðurinn Hörður Ástþórsson, en fálki gerði sér dagamun og sveif á milli blokkanna í Sólheimum í Reykjavík.

Hörður náði myndinni en úr mikilli fjarlægð. Hann var hinsvegar með sjónauka til þess að skoða fálkann betur.

Fálki. Mynd úr safni.

„Fálkinn var augljóslega karlkyns," segir Hörður sem fylgdist með fálkanum svífa á milli húsa þar til hann tyllti sér ofan á lyftuhús á Sólheimum 23.

Hann segist ekki hafa séð fálka í borginni áður. Fálkar halda sig helst nærri freðmýrum og fjallendi sem og við strendur. Aðalfæða fálka er rjúpur en hann veiðir einnig endur, svartfugla og vaðfugla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×