Fleiri fréttir

Þingmannareglur að lögum

Áformað er að setja reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna inn í þingsköp Alþingis á næsta ári.

Gagnrýna að ríkið taki lán hjá stóriðju

Ein furðulegasta lagasetning seinni tíma, var einkunn sem Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf frumvarpi ríkisstjórnarinnar um skattgreiðslur stóriðjufyrirtækja á árunum 2010-2012, sem varð að lögum frá Alþingi í gær.

Of seint er að hrófla við landsdómi

Þurfi að kalla saman landsdóm til að fjalla um hugsanleg brot ráðherra, í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, verður það gert samkvæmt núgildandi reglum um skipan dómsins.

Hermaður fékk ekki bætur

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af bótakröfu bandarísks hermanns sem var við störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Icesave á dagskrá á mánudag

Þing kemur saman milli jóla og nýárs til að taka Icesave-málið til þriðju umræðu. Verður þingfundur á mánudag og hugsanlega dagana tvo á eftir. Sjaldgæft er að þingfundir séu milli hátíða. Hefur það raunar aðeins gerst þrívegis á lýðveldistímanum, árin 1958, 1987 og 1994.

Hver læknir á Landspítala kostar 1,1 milljón á mánuði

Launakostnaður ríkisins vegna hvers læknis í fullu starfi á Landspítalanum var að meðaltali rúmlega 1,1 milljón á mánuði á síðasta ári. Kostnaður Landspítalans við hvert stöðugildi hjúkrunarfræðings var 641.000 krónur á mánuði.

Öll atriði samkomulagsins uppfyllt

Meirihluti fjárlaganefndar segir að öll atriði samkomulags sem gert var um Icesave málið til þess að unnt yrði að ljúka annari umræðu þess hafi verið uppfyllt og því eðlilegt að málið fari til þriðju umræðu eins og nú hefur verið ákveðið, í andstöðu við minnihluta nefndarinnar. Í tilkynningu sem meirihlutinn hefur sent frá sér er farið yfir öll 16 atriði samkomulagsins sem gert var í byrjun desember og bent á að þau séu öll uppfyllt.

Rauð jól hjá flestum

Allt útlit er fyrir að jólin verði rauð hjá meirihluta landsmanna. Á meðan snjór og frosthörkur hafa leikið margan Bretann á leið í jólafrí grátt hefur ekki farið eins mikið fyrir snjónum hér á landi, að minnsta kosti sunnan heiða. Þúsundir Breta hafa orðið tepptir á vegum úti vegna veðurs og ítrekað hafa orðið tafir á flugsamgöngum þar í landi.

Áslaug María vill fjórða sætið

Áslaug María Friðriksdóttir, formaður Hvatar og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í prófkjörinu 23. janúar vegna komandi borgarstjórnarkosninga.

Enginn bilbugur á Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar sér að sitja sem forsætisráðherra að minnsta kosti út kjörtímabilið, en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hún ætlaði að segja af sér á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Það fylgdi sögunni að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra myndi taka við af Jóhönnu.

Hlutu félagshyggjuverðlaun UJ

Verkefnið Skólastoð og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hlutu félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna í dag.

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald síbrotamanna

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir tveimur síbrotamönnum. Annar, sem dæmdur var í 12 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot skal sitja í varðhaldi uns áfrýjunarfrestur í máli hans rennur út, en þó ekki lengur en til 15. janúar. Maðurinn var dæmdur fyrir 13 hylmingarbrot og fjögur þjófnaðarbrot, en þar á meðel er um að ræða tvö innbrot á heimili í félagi við aðra.

Umboðsmaður Alþingis tekur undir sjónarmið fanga

Dómsmálaráðuneytið þarf að taka til endurskoðunar málefni fanga sem kvartaði til ráðuneytisins vegna agaviðurlaga sem Fangelsisstjórinn á Litla Hrauni beitti hann. Þetta kemur fram í úrskurði Umboðsmanns Alþingis.

Icesave frumvarpið afgreitt úr fjárlaganefnd

Frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave samningana var afgreitt úr fjárlagaefnd í hádeginu í dag. Málið var tekið úr nefndinni í ágreiningi að sögn Höskulds Þórhallssonar þingmanns Framsóknarflokksins. Meirihlutinn setti fram álit sitt í málinu og ákvað að vísa því til þriðju umræðu og segir Höskuldur að sú umræða fari fyrir þingið á milli jóla og nýárs.

Ræstingarfólk verðmætara en bankamenn

Ræstingarfólk á spítölum eru samfélaginu verðmætari en bankamenn. Þetta leiðir ný rannsókn frá fyrirtækinu New Econmics Foundations í ljós.

Dauðadómur yfir íslenskri blaðamennsku

Erla Hlynsdóttir blaðamaður DV sem dæmd var í héraðsdómi í gær fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælanda síns, segir dóminn vera dauðadóm yfir íslenskri blaðamennsku. Hún vonar að búið verði að breyta lögunum þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi.

Fjárlögin samþykkt: Hallinn næstum 100 milljarðar

Fjárlög voru afgreidd með tæplega 100 milljarða halla á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið eins og illa skipulagða óvissuferð inn í framtíðina og vegið sé að velferðarkerfi þjóðarinnar. Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að helminga halla ríkissjóðs sem geti orðið með afgangi árið 2013.

Bobbinn í bobba: Ákærður fyrir kannabisræktun

Sigurður Þorkelsson, sem leikur Bobbann í auglýsingum Sjóvá, hefur ásamt Teiti Ólafi Marshall, verið ákærður fyrir að rækta kannabisplöntur. Lögreglan stöðvaði ræktun þeirra sem fór fram að Freyjubrunni í Reykjavík þann 28. mars síðastliðinn. Samkvæmt ákæru höfðu þeir félagarnir þá í vörslum sínum 2 kíló af maríjúana og 181 kannabisplöntu en efnið var ætlað til sölu og dreifingar.

Flautað á lánafyrirtækin á hverjum þriðjudegi í vetur

Samtökin Nýtt Ísland boða til mótmæla í dag fyrir utan bílalánafyrirtæki borgarinnar líkt og gert var í síðustu viku. Á heimasíðu samtakanna segir að stefnt sé að því að mótmæla á hverjum þriðjudegi í vetur.

Lést í bílslysi á Hafnarfjarðarvegi

Annar mannanna sem lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi á föstudaginn hét Sæmundur Sæmundsson. Hann var 59 ára að aldri og búsettur í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig sex uppkomin börn en hann starfaði sem leigubílstjóri. Þriðji maðurinn liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Lögregla rannsakar slysið.

Fíkniefnabrotum fækkaði um 10% í nóvember

Alls voru skráð tæplega 6.000 hegningarlaga- umferðarlaga- og fíkniefnabrot í nóvember eftir því sem fram kemur í tölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir mánuðinn.

Landsmönnum fækkaði um 0,7%

Íbúar með lögheimili á Íslandi voru 317.593 þann 1. desember síðastliðinn. Ári áður var íbúafjöldi 319.756 og er fækkun milli ára því um 2.163 íbúa eða 0,7%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Atkvæðagreiðsla hafin um fjárlagafrumvarpið

Atkvæðagreiðsla hófst um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2010 laust eftir klukkan níu í morgun. Fyrst eru greidd atkvæði um einstaka greinar frumvarpsins og breytingatillögur við þær en síðan verður frumvarpið borið upp í heild sinni.

IKEA innkallar LEOPARD barnastóla

Forsvarsmenn IKEA verslananna biðja viðskiptavini sína sem eiga LEOPARD barnastól að hætta strax að nota stólinn og skila sætinu og grindinni til IKEA. Tekið er á móti stólnum í Skilað og skipt og verður hann að fullu endurgreiddur.

Sinubrunar ógnuðu raflínum

Töluverður sinubruni varð í grennd við Vík í Mýrdal í nótt. Eldurinn var magnaður og teygði sig í átt að staurastæðu háspennuraflínu, en slökkviliðinu tókst að verja hana og ráða niðurlögum eldsins.

Nóttum fóru seggir

Náttfari var enn á ferð á Selfossi í fyrrinótt og stal verðmætum úr þremur ólæstum bílum. Meðal þess sem hann stal voru greiðslukort og leikjatölva.

Ný aðferðafræði við bílþjófnað

Gerð var tilraun til óvenjulegs bílþjófnaðar í höfuðborginni í gær. Maður sem var nýbúinn að kaupa bíl og greiða hann að fullu sá hvar maður á bíl frá vörslusviptingarfyrirtæki gerði sig líklegan til að fjarlægja bílinn frá heimili kaupandans.

Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs

Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti.

Dýrkeypt gæti orðið að selja varðskipið

„Okkur vantar tilfinnan­lega öflugt dráttarskip hingað til lands. Ef það kemur eitthvað fyrir þessi stóru olíuskip sem sigla hér við landið í vaxandi mæli þá verðum við að hafa skip til að bregðast við aðstæðum. Það gæti reynst okkur dýrt að selja skipið,“ segir Halldór B. Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Varar við verðlausu rafmagnsdóti

Skemmdarverk eru víða unnin á heimilum á Íslandi þegar til þess ófaglærðir menn aftengja lögbundnar rafbindingar, svo íbúðirnar uppfylla ekki lengur staðla um raföryggi. Rafkerfið verður stórhættulegt og segulsvið getur rokið upp úr öllu valdi. Svo segir í ábendingu frá Guðlaugi Kristni Óttarssyni öreindafræðingi og kennara, sem hann sendi Neytendastofu á dögunum.

Með byssusafn og fíkniefni

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fíkniefnabrot og vopnalagabrot.

Segir reynt að hrekja sig af landareigninni

„Undirrótin að öllum þessum látum er sú að vissir menn vilja okkur héðan í burtu,“ segir Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Djúpavogshreppi.

Flugráðsfólki haldin jólaveisla í Perlunni

„Ég er gestrisinn maður og alinn upp við góða mannasiði,“ segir séra Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, sem bauð ráðsmönnum og öðrum gestum í veglegt jólahlaðborð í Perlunni síðastliðið fimmtudagskvöld.

Æsilegt áhlaup á Kristjaníu

Jökull Gíslason lögreglumaður var í níu vikna skiptidvöl hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Þar kynntist hann gengjastríðum, starfsemi Vítisengla, gagnsemi lögregluhunda, mansalsmálum og fleiru. Hann tók meðal annars þátt í áhlaupi á Kristjaníu með dönsku óreirðalögreglunni, sem hann segir frá hér.

Hafró fann lítið af loðnu

Árlegri loðnumælingu Hafrannsóknastofnunar að haustlagi er lokið og niðurstöður gefa ekki tilefni til þess að leggja til loðnukvóta á komandi vetrarvertíð. Lítið mældist af fullorðinni loðnu sem og ungloðnu.

Beinn kostnaður við Kastljósið 130 milljónir

Beinn kostnaður Ríkisútvarpsins við sjónvarpsþáttinn Kastljós nemur 130 milljónum króna á ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns um kostnað við einstaka þætti hjá RÚV. Silfur Egils kostar 14 milljónir og Kiljan 22.

Verktakakostnaður stóreykst hjá utanríkisráðuneytinu

Kostnaður við verktaka hjá utanríkisráðuneytinu hefur aukist um rúma 40 milljónir það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, alþingismanns. Í svari ráðherrans kemur einnig fram að kostnaðaraukninguna megi nær alla rekja til EXPO 2010, heimssýningarinnar í Sjanghæ, sem Íslendingar taka þátt í.

Sinueldur í Reynisfjalli

Slökkvilið Mýrdalshrepps í Vík var kallað út í kvöld vegna elds austan í Reynisfjalli. Eldurinn var í sinu við eina staurastæðu raflínunnar sem þar er.

Bráðabirgðaáhættumat IFS kynnt fjárlaganefnd

Á fundi fjárlaganefndar í kvöld var farið yfir bráðbirgðaráhættumat frá IFS Greiningu á Icesave samningnum. Að sögn Guðbjarts Hannessonar formanns nefndarinnar hafði verið óskað eftir því að slíkt mat yrði unnið og féllst meirihlutinn á það en þó með þeim formerkjum að það myndi ekki tefja afgreiðslu málsins. Endanleg skýrsla IFS Greiningar kemur á Þorláksmessu en að sögn Guðbjarts er þó enn möguleiki á því að málið verði afgreitt úr nefndinni á morgun.

Múlagöng lokuð í nótt

Múlagöng verða lokuð í kvöld frá miðnætti og fram til kl 02:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er varað við hálkublettum og éljagangi á Norðurlandi eru hálkublettir og er éljagangur á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er svo á Öxnadalsheiði en snjóþekja ásamt éljagangi á Víkurskarði. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur.

Sjá næstu 50 fréttir