Innlent

Atkvæðagreiðsla hafin um fjárlagafrumvarpið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi. Mynd/ GVA.
Alþingi. Mynd/ GVA.
Atkvæðagreiðsla hófst um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2010 laust eftir klukkan níu í morgun. Fyrst eru greidd atkvæði um einstaka greinar frumvarpsins og breytingatillögur við þær en síðan verður frumvarpið borið upp í heild sinni.

Þegar atkvæði voru greidd um breytingatillögu Sjálfstæðisflokksins sem lýtur að því að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði sagði Höskuldur Þórhallsson að hægt hefði verið að fara varlegar í breytingar á skattakerfinu. Framsóknarmenn væru þó ekki fyllilega sammála Sjálfstæðisflokknum og myndu því sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Breytingatillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×