Innlent

Icesave frumvarpið afgreitt úr fjárlaganefnd

Frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave samningana var afgreitt úr fjárlagaefnd í hádeginu í dag. Málið var tekið úr nefndinni í ágreiningi að sögn Höskulds Þórhallssonar þingmanns Framsóknarflokksins. Meirihlutinn setti fram álit sitt í málinu og ákvað að vísa því til þriðju umræðu og segir Höskuldur að sú umræða fari fyrir þingið á milli jóla og nýárs.

Minnihlutinn í heild sinni lagði fram bókun þar sem vinnubrögð meirihlutans eru hörmuð og telur minnihlutinn að samkomulagið sem gert var við ríkisstjórnina um frágang Icesave málsins hafi nú verið svikið. Höskuldur segir að nú hafi minnihlutinn tíma fram yfir jól til þess að undirbúa minnihlutaálit. Kristján Þór Júlíusson þingmaður sjálfstæðismanna segir að þau gögn sem fram hafa komið í málinu undanfarna daga krefjist ítarlegri skoðunar og því sé ekki tilefni til að taka málið strax úr nefnd. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, formann fjárlaganefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×