Innlent

Dauðadómur yfir íslenskri blaðamennsku

Erla Hlynsdóttir blaðamaður DV sem dæmd var í héraðsdómi í gær fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælanda síns, segir dóminn vera dauðadóm yfir íslenskri blaðamennsku. Hún vonar að búið verði að breyta lögunum þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi.

Erla skrifaði grein í DV undir fyrisögninni, „Strípikóngar takast á". Einn viðmælenda Erlu sagði meðal annars að eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries hefði borið út þann orðróm að hann væri í slagtogi með Litháísku mafínunni. Þessi ummæli voru dæmd dauð og ómerk ásamt millifyrirsögninni Orðrómur um mafíuna, sem Erla ritaði.

Erla segir að umrædd millifyrirsögn sé bein tilvísun í umrædd ummæli en hún var dæmd til þess að greiða um 700 þúsund krónur vegna málsins. Þar á meðal 150 þúsund krónur fyrir birtingu dómsins, sem hún segist ekki hafa séð áður í sambærilegum dómum.






Tengdar fréttir

Blaðamaður DV dæmdur fyrir ummæli Dabba Grensás

Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×