Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 23:15 Hingað til hefur malbikunarfyrirtækjum ekki þótt tilefni til að auglýsa sig sérstaklega. Vísir Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“ Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“
Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira