Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 23:15 Hingað til hefur malbikunarfyrirtækjum ekki þótt tilefni til að auglýsa sig sérstaklega. Vísir Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“ Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“
Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira