Innlent

Sinubrunar ógnuðu raflínum

Töluverður sinubruni varð í grennd við Vík í Mýrdal í nótt. Eldurinn var magnaður og teygði sig í átt að staurastæðu háspennuraflínu, en slökkviliðinu tókst að verja hana og ráða niðurlögum eldsins. Um svipað leyti gaus upp mikill sinueldur vestan við golfvöllinn við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Þar logaði einnig glatt, en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann ylli teljandi tjóni. Í hvorugu tilvikinu er vitað hverjir kveiktu í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×