Innlent

Ný aðferðafræði við bílþjófnað

Gerð var tilraun til óvenjulegs bílþjófnaðar í höfuðborginni í gær. Maður sem var nýbúinn að kaupa bíl og greiða hann að fullu sá hvar maður á bíl frá vörslusviptingarfyrirtæki gerði sig líklegan til að fjarlægja bílinn frá heimili kaupandans. Kom þá í ljós að seljandinn hafði ekki getað aflétt veði, sem var á bílnum við söluna, og hafði hann fengið vörslusviptingarfélagið til að sækja bílinn, væntanlega til að láta hann ganga upp í veðskuldina. Kaupandanum tókst að stöðva leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×