Innlent

Icesave á dagskrá á mánudag

andstaðan Stjórnarandstaðan hefur barist gegn samkomulagi stjórnvalda um Icesave.
andstaðan Stjórnarandstaðan hefur barist gegn samkomulagi stjórnvalda um Icesave.

Þing kemur saman milli jóla og nýárs til að taka Icesave-málið til þriðju umræðu. Verður þingfundur á mánudag og hugsanlega dagana tvo á eftir.

Sjaldgæft er að þingfundir séu milli hátíða. Hefur það raunar aðeins gerst þrívegis á lýðveldistímanum, árin 1958, 1987 og 1994.

Árið 1994 voru lánsfjárlög, ráðstafanir í ríkisfjármálum og staðfesting á stofnaðild að GATT-samningnum enn óafgreidd þegar jólin gengu í garð. Bar því nauðsyn til að funda að þeim loknum og afgreiða málin fyrir áramót.

Árið 1987 voru fjárlög næsta árs enn ósamþykkt fyrir jól. Fundaði þingið því 28. desember það ár. Auk samþykktar fjárlaganna voru gerðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og söluskatt.

Tvö mál voru rædd á þingfundi 29. desember 1958. Voru bæði tilkomin vegna óafgreiddra fjárlaga. Annað snerist um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði en með hinu var ráðherra veitt heimild til að fresta ákvörðun framlaga og iðgjalda til almannatrygginga þar til fjárlög hefðu verið sett.

Icesave-málið var afgreitt úr fjárlaganefnd í gær. Ósamkomulag er milli stjórnarliða og stjórnar­andstæðinga og því allt eins viðbúið að umræður um málið taki drjúgan tíma. Þingsköp koma þó í veg fyrir að ræðumenn geti talað að vild.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×