Varar við verðlausu rafmagnsdóti 22. desember 2009 04:30 Gaumgæfir hér kopargreiðu, sem hann segir selda á 55.000 krónur. Hana kosti skamma stund og innan við þúsund krónur að búa til.Fréttablaðið/pjetur Skemmdarverk eru víða unnin á heimilum á Íslandi þegar til þess ófaglærðir menn aftengja lögbundnar rafbindingar, svo íbúðirnar uppfylla ekki lengur staðla um raföryggi. Rafkerfið verður stórhættulegt og segulsvið getur rokið upp úr öllu valdi. Svo segir í ábendingu frá Guðlaugi Kristni Óttarssyni öreindafræðingi og kennara, sem hann sendi Neytendastofu á dögunum. Til að kóróna ofangreint selji þessir menn síðan íbúum verðlausa kopargreiðu á 55.000 krónur svo hún dragi í sig rafmengunina. Guðlaugur telur að þessi starfsemi Kletts ehf. sé hættuleg og hrein svik við neytendur. „Ég er sífellt að rekast á ný tilfelli þar sem búið er að selja fólki þennan töfrabúnað,“ segir hann og bætir við að efniskostnaður slíkrar kopargreiðu sé undir þúsund krónum. Garðar Bergendal er eigandi Kletts. Hann segist aldrei eiga við rafkerfi í húsum nema hafa til þess bæran rafvirkja með sér. „Ég kannast ekkert við þetta. Ég hef ekkert leyfi til að rífa jarðbindingar úr sambandi. Ég er bara að mæla rafsegulsvið í húsum,“ segir hann. Öðru nær, komi hann að slíkum húsum, bendi hann íbúum á hættuna. Garðar kannast heldur ekki við að selja kopargreiður. „Ég veit ekkert hvað maðurinn er að tala um einu sinni,“ segir hann. Hann var þá spurður um auglýsingu á heimasíðu sinni, þar sem segir „Rafbylgjur eru allt í kringum okkur, og geta valdið [...] ýmsum kvillum hjá fólki og dýrum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að umpóla tenglum, og koma fyrir rafbylgjutæki í jörðu sem stöðvar neikvæðar bylgjur.“ Um þetta segir Garðar: „Jú, ég sel rafbylgjutæki, ég kannast við það.“ Spurður úr hverju tækin séu smíðuð segist hann ekki hafa hugmynd um það. Hann selur þau á milli fimmtíu og sextíu þúsund krónur, en veit ekki hvað þau kosta í framleiðslu. Hann selji tækin við sama verði og hann kaupi þau á. „Hvernig kemur mönnum til hugar að þetta sé svindl?“ spyr Garðar og vísar til jákvæðra umsagna fólks á heimasíðu sinni. klemens@frettabladid.is kopargreiðan sjálf Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Skemmdarverk eru víða unnin á heimilum á Íslandi þegar til þess ófaglærðir menn aftengja lögbundnar rafbindingar, svo íbúðirnar uppfylla ekki lengur staðla um raföryggi. Rafkerfið verður stórhættulegt og segulsvið getur rokið upp úr öllu valdi. Svo segir í ábendingu frá Guðlaugi Kristni Óttarssyni öreindafræðingi og kennara, sem hann sendi Neytendastofu á dögunum. Til að kóróna ofangreint selji þessir menn síðan íbúum verðlausa kopargreiðu á 55.000 krónur svo hún dragi í sig rafmengunina. Guðlaugur telur að þessi starfsemi Kletts ehf. sé hættuleg og hrein svik við neytendur. „Ég er sífellt að rekast á ný tilfelli þar sem búið er að selja fólki þennan töfrabúnað,“ segir hann og bætir við að efniskostnaður slíkrar kopargreiðu sé undir þúsund krónum. Garðar Bergendal er eigandi Kletts. Hann segist aldrei eiga við rafkerfi í húsum nema hafa til þess bæran rafvirkja með sér. „Ég kannast ekkert við þetta. Ég hef ekkert leyfi til að rífa jarðbindingar úr sambandi. Ég er bara að mæla rafsegulsvið í húsum,“ segir hann. Öðru nær, komi hann að slíkum húsum, bendi hann íbúum á hættuna. Garðar kannast heldur ekki við að selja kopargreiður. „Ég veit ekkert hvað maðurinn er að tala um einu sinni,“ segir hann. Hann var þá spurður um auglýsingu á heimasíðu sinni, þar sem segir „Rafbylgjur eru allt í kringum okkur, og geta valdið [...] ýmsum kvillum hjá fólki og dýrum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að umpóla tenglum, og koma fyrir rafbylgjutæki í jörðu sem stöðvar neikvæðar bylgjur.“ Um þetta segir Garðar: „Jú, ég sel rafbylgjutæki, ég kannast við það.“ Spurður úr hverju tækin séu smíðuð segist hann ekki hafa hugmynd um það. Hann selur þau á milli fimmtíu og sextíu þúsund krónur, en veit ekki hvað þau kosta í framleiðslu. Hann selji tækin við sama verði og hann kaupi þau á. „Hvernig kemur mönnum til hugar að þetta sé svindl?“ spyr Garðar og vísar til jákvæðra umsagna fólks á heimasíðu sinni. klemens@frettabladid.is kopargreiðan sjálf
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira