Innlent

Vegagerðin: Hálka á Holtavörðuheiði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Vegir eru auðir á sunnanverðu landinu samkvæmt Vegagerðinni.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og hálkublettir og skafrenningur á Svínadal.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir og skafrenningur á Þröskuldum. Hálkublettir eru á Klettshálsi, Kleifaheiði, Mikladal og á Hálfdán. Einnig eru hálkublettir og éljagangur í Súgandafirði og Önundarfirði. Þæfingsfærð og skafrenningur eru í Árneshreppi.

Á Norðvesturlandi er hálka og éljagangur í Langadal og á Öxnadalsheiði. Hálkublettir og eru á Þverárfjalli og á Vatnsskarði. Hálka og skafrenningur frá Sauðárkróki í Fljótin.

Á Norðurlandi eystra er snjóþekja og skafrenningur í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum, á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir og skafrenningur.

Á Austurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á örðum leiðum. Breiðdalsheiði er ófær og einnig Öxi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×