Innlent

Áslaug María vill fjórða sætið

Áslaug María Friðriksdóttir.
Áslaug María Friðriksdóttir.

Áslaug María Friðriksdóttir, formaður Hvatar og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í prófkjörinu 23. janúar vegna komandi borgarstjórnarkosninga.

Áslaug María, sem fer nú í prófkjör í fyrsta sinn, hefur sem varaborgarfulltrúi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurborg frá 2006. Hún er formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, situr í umhverfis- og samgönguráði og sat áður í leikskólaráði. Áslaug stofnaði fyrirtækið Sjá viðmótsprófanir ehf.

Áslaug María er dóttir Friðriks Sophussonar, fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×