Innlent

Hjólaði á lögreglumann og situr inni í eitt ár

Maðurinn hjólaði á lögreglukonu við skyldustörf.
Maðurinn hjólaði á lögreglukonu við skyldustörf.

Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í Hæstarétti í eins árs fangelsi fyrir að hjóla á lögreglumann.

Föstudagsmorguninn 6. apríl 2007 var maðurinn á ferli á reiðhjóli sínu um Fellahverfi í Breiðholti. Hafði hann skömmu áður haft samband við konu sem hann hafði eitt sinn verið í tygjum við. Þar sem konan taldi sig hafa orðið fyrir endurteknu ónæði af hálfu mannsins hringdi hún til lögreglu og kvartaði yfir þessu. Fóru lögreglumenn heim til konunnar og fóru svo að svipast um eftir manninum. Lögreglukona klædd einkennisbúningi lögreglu, var stödd ofarlega á göngustíg sem er á milli fjölbýlishúsa. Kom maðurinn hjólandi upp stíginn á nokkurri ferð og lenti hjól hans á lögreglukonunni sem við það féll og handleggsbrotnaði. Hún þurfti að undirgangast aðgerð hjá bæklunarlækni sem setti spöng ofan á handlegginn og festi með fimm skrúfum. Gat hún ekki hreyft úlnliðinn eðlilega eftir brotið.

Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fimm mánaða fangelsi, meðal annars vegna þess að hann hafði með athæfi sínu rofið skilorð. Hæstiréttur þyngdi dóm hans vegna þessa brots um sjö mánuði.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×